Smá minning

Þetta er búin að vera einkennilegur dagur fórum í sveitina eins og venjulega.Borðuðum mjókurgrautinn.Svo var farið að ná í Sveig það var skrítinn tilfinning,Fórum niður á Önglstaði sem er fyrir neðan vegin og systkini tendó búa.Sveigur var vanur að heimsækja þau og sníkja sér aukabita og rölta svo yfir brú sem er yfir bæjarlækin og heimsækja hina bæina og einu sinni fór hann alltaf og kúkaði hjá hótelinu en það er liðin tíð.Ef Sveigur hefði verið aðeins yngri hefði hann auðveldlega komist upp úr læknum ,því hann var grunnur þarna en auðsjánlega hafði eitthvað komið fyrir sem hindraði það.

Hann var alltaf virðulegur þar sem hann lá á tröppunum á Bjargi og horfði yfir sveitina sína,og ef hann sá eða heyrði í mótórhjóli eða snjósleða ætlaði þessi virðulegi hundur alveg vitlaus að verða og skammaðist .Hjólreiðafólk ´fékk sitt skamm ef það nálgaðist  .OG alltaf þekkti hann bílana sem okkar og þá stóð hann upp dillaði rófunni og rölti til okkar og heylsaði hverju fyrir sig og allt samkvæmt reglu. Og ef við komum ekki lengi eða höfðum skroppið í ferðalag fengum við langa ræðu .Síðasta sumar vorum við með fellihýsið á túninu á Bjargi og gistum það fannst mínum vel til fallið og vildi helst gista inni hjá okkur en hann var frekar mikil og stór um sig  ,en lét sig hafa það fyrstu nóttina en þá næstu svaf hann í skjóli við fellihýsið,og var góður varðhundur og passaði vel upp´á alla,og lá við að hann brosti hringin og enþá ánægðari þegar systir bolla kom með tjaldvagn og gisti þarna líka og endanum kom ármann bróðir og frú og mamma og pabbi á húsbíl var þetta hin mesta sæla fyri Sveig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Innilegar samúðarkveðjur Heiða mín og fjölskylda

Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.4.2008 kl. 03:12

2 identicon

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 01:07

3 identicon

æi knúss frá okkur öllum

Inga Dögg (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband