Félagleg færni Einhverfa
20.10.2006 | 11:30
.Grein sem mér áskornaðist.
Hér er smá lýsing einhverfs 12 ára barns Kyle.
Einmanna:
Hef engan til að tala við
Enginn vill leika við mig.
Að tala við ömmu og afa í síma langt í burtu.
Að vera með krökkum sem gera grín að manni.
Að eiga enga vini.
Að vera ekki boðið í afmæli.
Þegar fólk vill ekkert með mann hafa.
Krakkarnir benda á mann og gera grín að miskökum mans og klaufaskap.
Það er að vera einmana!!!!
KVÖL!!!!!!!!
Nemendur með taugaröskun eiga oft efritt með að hegða sér á viðeigandi hátt í samræmi við aldur sinn. Erfiðleikar við að rækta og halda sambandi við aðra stafa af því að þeir geta ekki:
.Tjáð hugmyndir og tilfinningar.
Skilið og brugðist við hugmyndum og tilfinningum annarra.
Vegið og metið afleiðingar áður en þeir taka til máls eða gera eitthvað.æ
Aðlagað sig nýjum og óvæntum aðstæðum.
Komið með nýstárlegar lausnir á erfiðum málum.+
Séð hvaða áhrif hegðun þeirra hefur á aðra.
Aðlagað viðbrögð sín nýjum aðstæðum.
Þar sem þessir nemendur eru oft ekki með á nótunum, eru bráðir í skapi, hvatvísir og haga sér illa í hópi vilja félagarnir oft ekki hafa þá með. Hætt er við að sjálfsmat nemanda sem svo er ásatt um bíði hnekki og að upp komi sálræn vandamál í kjölfar sífelldra vonbrigða í mennlegum samskiptum. Kvíði, flótti, einangrun og þunglyndi eru áberandi.
*Þegar ráðgert er að koma til móts við nemandann er rétt að hafa í huga að aldur hans með tilliti til vitsmunaþroska, hegðurnar og tilfinningaþroska er um tveir þriiðju-af því sem raunverulegur aldur segir til um. Til að mynda hagar 12 ára barn með taugaröskun sér oft á við 8 ára barn.
Þjálfun í félagsfærni er nauðsinleg
Leggið til að nemandi gangist undir sjón og heyrnarmælingu. Nemandi sem sér eða heyrir illa getur ekki notfært sér vísbendingar í formi mynda eða hljóða.
Gangið úr skugga um hvort lyfjagjöf er eins og bert verður á kosið og lyfin tiltæk þegar á þaarf að halda hvar og hvenær sem er, svo sem heima,í skóla og á íþróttaviðburðum.(innskot. ekki eru nærri allir sem þurfa lyf og eru mjög meðfærilegir).
*Svvo virðist sem meia beri á ýmiss konar áhættuhegðun hjá unglingum með taugaröskun sem þurfa á lyfjagjöf að halda og taka ekki lyfin, við óformlegar aðstæður (til dæmis í boðim eða á rúntinum á laugardagskvöldum.)
*Leggið til að nemandinn læri og þjálfist í félagslegri færni í félagsmótunarhópi.
*Hópefli er langbesti vettvangur til þess að þjálfa viðeigandi félagsleg færni.Hópeflið verður að vera viðvarandi, ekki tímabundið. Það ætti að vera undir stjórn sérþjálfaðs starfsmanns í náinni samvinnu við reyndan og sér menntaðan kennara sem veit hvernig hægt er að kenna hagnýtar aðferðir til að takast á við það sem úrskeiðis fer´í félagslegri færni.
Kennið félagsfærni
Til þess að hægt sé að búast við að nemandi hagi sér á viðeigandi hátt í félagslegum samskiptum verður að kenna honum hvernig á að fara að æfa færniþættina til að áángur náist.
*Stundum hefur nemandi lært hvernig hann á að haga sér, en getur ekki beitt þekkingu sinni.
Ræktið meðvitund um eigin tilfinningar.
*Takmarkið hin óteljandi hugtök yfir tilfinningar við fjögur lýsingarorð sem tjá meginntilfiningar.reið-ur, döpur/dapur,glöð/glaður,og hrædd-ur. Kennið nemandanum að nota þessi orð til að átta sig á tilfinningum sínum og greina þær.
*Biðjið nemandann að segja frá einhverjum liðnum atburðum þegar hann upplifði sérstaka tilfinningu. Notið þessi dæmi til að nemandinn geti áttað sig á tilfinningum sínum við aðrar aðstæður.
*Spyrjið nemandann hvort ímynd hans sé jákvæð í augum bekkjafélaganna.
*Biðjið nemandann að leggja mat á og segja frá því hvaða persónueinkenni séu viðeigandi og hver ekki .Hjálpið nemandanum til að sigrast á óæskilegum persónueinkennum.
*Stingið upp á því að nemandinn biðji einhvern fullorðin sem hann treystir að benda sér á atferli sem fer fyrir brjóstið á viðmælandanum.
Hér ætla ég að gera hlé á greininni hún er dálítið löng en þetta kemur seinna og líka nóg að hugsa um þetta í bili það eru margar svona greinar og handbækur sem við sem eigum einhverf börn og börn með skyldar raskanir geta fengið maður er bara ekki nógu duglegur að finna þær.En umfram allt þá þarf almenningur að fá skýra mynd af einhverfunni sem er mjög einstaklingsbundin, t.d. sonur minn er með ódæmigerðaeinhverfu og röskun á tilfinninga og félagslegasviðinu, en ég er svo heppin að eg má alveg faðma hann og knúsa hann ýtir manni ekki frá sér , og honum gengur mjög vel í náminu, þó að félagslega hliðin gæti verið betri, en hann á góða bekkjafélaga og yndislegan kennara og aðstoðarkonu sem fylgir honum að mestu í skólanum. En heima vill hann ekki fara út því að oftast verður hann fyrir aðkasti annara barna í hverfinu en samt eru það ekki allir sem betur fer , en krakkarni hafa kannski ekki skilning á hans fötlun,í þeirra augum er hann bara skrítin og snöggur að verða reiður og sár. En í sundfélaginu gengur allt betur og krakkarnir þar eru farnir að koma betur fram við hann enda er útskýrt fyrir þeim af þjálfaranum hverngi Elvar er og guð´sé lof þetta eru svo yndislegir krakkar að þau segja ef eitthvað er æ þetta er nú bara hann Elvar og snúa sér að öðru.Sum eru nú samt svolítið rög við hann vita ekki hvernig á að koma framm við hann en læra það fljótlega. Og í vetur hefur allt gengið vel.Skrifa restina að greininni seinna svo eins og í góðri sögu þá segi ég framhald:
Athugasemdir
Þetta er mikil og stór grein Heiða mín og ég hef fræðst heilmikið. Leiðinlegt að heyra með börnin í nágrenninu. Þarna er fáfræði á ferðinni. En gott að heyra að Elvari gengur vel í skólanum og í sundinu. Knús frænka mín xxx Jórunn
Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.10.2006 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.