smávegis um ódæmigerða einhverfu

Fyrir 9árum eignuðumst við dreng sem virtist heilbrigður og hress,en um 18 mánaða aldur fór að bera á sérkennilegri hegðun þoldi ekki hávaða,ekki að vera innan um margt fólk, datt út starði út í bláin, hennti sér í gólfið og lamdi höfðinu í. en er hættur því núna og ýmislegt annað , hann fór í 2 teimi á sjúkrahúsið hér, fyrst var sagt að hann væri bara eins og vestfyrskur frekjuhundur ,en leikskólin og leikskóladeildin gafst ekki upp og við vorum send með hann á greiningar stöð ríkisins og þar greindist hann 5 ára með ódæmigerða einhverfu sem er aðalega félagslegahlið og talskilningur hjá honum,en ódæmigerða einhverfu skíri ég hérna á eftir.

<Þetta lét kona sem annaðist drenginn minn á leiksólanum fá.

Hvað er einhverfa? Stutt lýsing.

Einhverfa getur verið lífstíðar þroskahömlun, sem lýsir sér meðal annars á þann hátt að einstaklingur með einhverfu eiga oft í erfiðleikum með að skilja það sem þeir sjá, eyra og skynja í umhverfinu. Þar hefur þau áhrif að erfiðleikar verða með félagsleg samskipti. boðskipti og hegðun en einhverfir eiga erfitt aðskilja aðstæður og hegðun fólks. Líkt og einstakllingum með alvarlega málhömlun verður að kenna einhverfum hvernig á að senda boð.hafa félagsleg samskipti, og haga sér í hinum mismunandi aðstæðum. Einhverfa vantar það sem venjulega er kallað félagslegt innsæi, og skilning á því hvað er viðeigandi og óviðeigandi við hinar ólíku aðstæður. Einhverfir eru alltaf þáttakendur á eigin forsendum og eiga því erfitt með að setja sig í spor annarra. Það þarf að kenna einhverfum það sem aðrir læra án sérstqakar kennslu(stuðst við skilgreiningu Svanhildar Svavarsdóttur,1993).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband