alveg að tapa mér
24.8.2006 | 23:04
jæja nú haldið þið að ég sé alveg að tapa mér , mér fannst bara í þessu stríðsfjölmiðlafáari að eitthvað fallegt mætti fylgja með. Dagurinn gekk ágætlega nú verða krakkarnir að labba í skólan og var ekki mikil ánæja með það í fyrstu en gengur bara vel . enda bara yfir eina gangbraut að fara svo er allt hitt innan göngusvæðis. Ragnar hjólar og var mjög þreyttur í gær keðjan fór af stýrið var skakkt, skrítið ekkert notað í allt sumar.Elvar fór til vinar síns í dag og gekk ágætlega nema þegar þeir komu hér heim og fóru á trambólínið ,eldri bróðir vinar hans var eitthvað að ergja Elvar, og á mjög erfitt með að skilja að hann er ekki alveg eins og hinir, það má svo lítið segja við Elvar svo hann misskilji ekki það sem sagt er við hann. Ég ætla að setja inn á blogið mitt eitt og annað um einhverfuna og orsakir sem vitað er um og ég hef safnað að mér er að vinna í hvernig ég set þetta upp.Svo vonandi fylgist þið með og komið með innleg ef þið hafið.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
æi já eins og Jórunn sagði þá eru börn grim þegar þau þekkja ekki aðstæður...
og já það væri gaman að lesa og kynna sér meira um einhverfu...
Kveðja Inga bróður dóttir þín :)
Inga, Friðþjófur, Kristin Helga og Auður (IP-tala skráð) 25.8.2006 kl. 06:35
hæ
gaman að ljóðinu og takk fyrir ráðin!
Einhverfa er eitthvað sem mig langar rosalega að læra meira um. Sennilega byrjaði það allt á Ella kalla mínum. Það verður frábært að lesa það sem þú skrifar!
xxxx
Kristjana
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.8.2006 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.