Sund og við fryst á veitingarstaðnum
20.5.2007 | 22:54
Fórum í sund á Hrafnagili og skemmtum okkur vel og síðan í heimsókn og dvaldi þar fram að kvöldmat.Síðan var farið á Greifan að borða,og það var svo sannalega farið út að borða í orðsins fyllstu merkingu ,það eru tveir salir á Greifanum við vorum í innri salnum og fólkinu í fremri salnum var víst svo heitt að það var opnað út á hlað hjá okkur og auðvitað sátum við í trekknum því borðið okkar var á miðju gólfi ,við báðum um að hvort ekki mætti loka,en fólkinu í hinum salnum er heitt var okkur sagt eigum við þá bara að frjósa á meðan sagði ég ,jú það var hægt að loka smá stund ,en síðan var opnað aftur,þá fór Bolli og lokaði því hann fékk kuldan í bakið.Svo flýttum við okkur að borða áður en stúlkan opnaði aftur ,Bolli skalf alla leiðina heim fór undir sæng og teppi og sennilega orðinn kvefaður.En maturinn var góður en kalt var þar og eins og ég sagði við fórum Út að borða hissa að okkur væri ekki bara plantað út á götu svo hinum væri ekki of heitt
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
ojojojojj vonandi bíðið þið ekki saða af þessu.
Unnur Guðrún , 21.5.2007 kl. 09:54
ææ ekki gott!
knús og hlíja!
xx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 10:47
Aldrei aftur á Greifann!!!
Hóffa (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 11:33
Ég myndi aldrei fara á Greifann aftur. Knús
Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.5.2007 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.