brosir sól og tár renna
20.5.2007 | 11:06
Ja nú brosir sólin aðeins við okkur hérna fyrir norðan en ekki er nú hlýtt hérna,ormarnir mínir eru enn sofandi en karlinn að líka í blöðin ,það er annars skrítið hvað morgunblaðið er illa prenntað stundum alltaf um helgar er prentsvertan runnin til og rauður litur yfir morgum blaðsíðum mér finnst afsakanlegt að þetta komi fyrir einstaka sinnum en svona oft það er orðið leiðigjarnt vil hafa blöðin mín skír svo ég geti nú lesið án þess að þræða prenntsvertu og rauða og bláa slykjur um allt blað.
Við vorum á tae kwon do móti í gær Akureyrarmótinu það voru fáir en skemmtilegir karakterar þarna og höfðum við foreldrarnir gaman af Ragnar stóð sig ágætlega en vann ekki til verðlauna,þeir voru tveir sem fengu enginn veðlaun.En það geymdist að verðlauna þá sem höfðu bestu mætinguna.Þegar við komum út í bíl komu tár í augun á mínum dreng,hvað er að spurði ég ekkert sagði hann ég hætti ekki þá kom það , það er alltaf eins sagði hann á hverju ári vinna allir nema ég og ég mæti best af þeim öllum ,þú verður bara gera betur næst sagði þá mamman en þá hrundu tárin bara meira ,hann stóð sig mjög vel og hafði bara tapað með einu stigi, en það var ´nóg og gerði æfingarnar sínar vel,en hinir gerðu bara enn betur og ekki geta allir unnið,en það hefði verið hægt að umbuna þessum 2.aðeins ,það er svo sárt á þessum aldri að fá ekki smá hrós fyrir góða frammistöðu.Ragnar keppti í sparring ,við jafnöldru sína en hún er snögg og heldur minni en hann en mjög góð og var hún kosin keppandi mótsins og hlóð niður verðlaunum og átti þau fillilega skilið .Bróðir hennar sem er 9 ár sniðugur drengur vann líka til nokkra verðlauna og var sæll með það og sá drengur lætur vita ef ekki er farið eftir reglunum.Þó að þetta sé bardagaíþrótt þá bera krakkarnir mikla virðingu fyrir íþrótt sínni og vita og virða það að það á ekki að nota þetta utan tíma. Jæja þetta er nóg í bili ,allir út í góða veðrið .
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ósköp skil ég Ragnar vel. Það er sárt að gera vel og vera ekkert umbunað. Bið að heilsa honum.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.5.2007 kl. 11:09
takk takk knúsa hann þegar hann kemur á fætur
Laugheiður Gunnarsdóttir, 20.5.2007 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.