fin og sæt og hætti við að nota tölvuna sem bumerang
16.5.2007 | 13:30
Ja nú er mín búin að fara í klipping og orðin æðislega sæt hihi.Og viti menn enn einu sinni lagaði ég nettenginguna hjá mér ,fór nefnilega að lesa leiðbeiningarnar með raderin jú haldið þið að það þurfi ekki að athuga hann með reglulegu millibili , það þarf að slökkva á honum og bíða í 3 mín og kveikja svo aftur þá á allt að vera komið á sinn stað ,það virkaði í þetta sinn ,er samt orðin annsi þreytt á þessu adsl drasli alltaf að detta út eða sjónvarprásirnar og líka tölvan frjósa eða eitthvað annað vesen á þessu.Er stundum á því að fara skipta við aðra en síman en hvað fær maður í staðin er þetta bara ekki yfirgangandi léleg þjónusta eða hvað .Það er allavega ekki eðlilegt hvað tengingin dettur út oft ekki einu sinni í mánuði heldur oft í viku lélegt ha .Talvan fór allavega ekki eins og bumerang út um gluggan í þetta sinn.
Enn tími ég ekki að kaupa windos pakkan og er því word laus og enginn exel heldur ,nískan ha.
Nú á að fara að ómskoða á mér bakið ,halda að eitthvað sé klemmt í mjóbakinu sem veldur sársaukanmum í fætinum,kannski fæ ég sama svar og í síðustu skoðun en þá vað höfuðið ómskoðað að það sé bara ekkert þarna inni hvorki heili né aðrir vöðvarEr kannski bara fuglahræðan frá Oz og að hálmurinn sé bara að stinga mig .o o Of miklar pælingar fyrir fuglahræðu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Með hausinn fullan af hálmi...... ef hann er að stinga þig skiptu þá bara um og settu bómull í staðinn, mjúkan og fínan. En vonandi finna þeir orsökina og geta lagað hana. Kossar og knús til ykkar allra og bið að heilsa á Bjarg.
Unnur Guðrún , 16.5.2007 kl. 15:27
Æ ert þú nú líka að drepast af sársauka. Mínar samúðarkveðjur.
Já ég var með ráter sem var alltaf til vandræða. Svona var ég í tvö ár þangað til ég fékk mér nýjan sem er góður og nú er ég allaf í sambandi. Var sambandslaus alla daga með hinn og það þurfti að kveikja og slökkva og stundum gekk eddert, óþolandi.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 16.5.2007 kl. 15:51
HA lesa leiðbeningar?? what the ... hehehe
æ vonandi batnar þér fljótlega! knús og hug orku nudd!!
xx
K
ps; þú ert alltaf sæt frænka mín!
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.