Af hverju verða litlu félögin afgangs

Nú voru tveir bátar að vara ,þeir eru ekki svo stórir þegar þeir eru komnir  upp á flutningarbíl en samt,Bolli hringdi í mig og bað mig að koma með síman niður í slipp ,hann væri í öðrum hvorum bátnum  sem eftir var jú jú ég mæti með siman og enginn Bolli en 10 pólverjar sem horfa á mig eins og furðuverk,ég reyni að spyrja hvort þeir viti um karlinn enn horfa þeir á mig eins og geimveru þá kemur karlinn hlæjandi og auðvita þusa ég já já ætlaði að vera í bátunum,ég þufti að skreppa sagði hann.Það voru sko hjólför í malbikinu þegar ég brunaði burtu og enn hofrðu karlarnir á .

Ja nú lítur út fyrir að sólin ætli að sjást aðeins í dag og þíða frosna akureyringa,eða gleymdi nágrannin að slökkva á ljóskastaranum veit ekki.En auðvita er að koma sumar bara svolítið óþolinmóð.Var á fundi hjá Tekwondo félagi Ragnars hittumst alltaf einu sinni í viku stjórnin ,þetta eru duglegir krakkar sem sjá um félagið og mættu mörg stærri félög vera eins passasöm og dugleg að halda við sínu félagi.Okkur var heitið skyrkjum í haust frá stjórn Þórs og öðrum aðila eða alls þremur styrkjum ekki háum upphæðum en nóg fyrir þetta félag,en ekkert bólar nú samt á þessu enn og veturinn búinn  þó að þetta séru ekki miklar fjárhæðir þá munar þessum krökkum um það ,en þetta er ekki fótbolti eða boltaíþróttir þá er ekkert verið að flýta sér að greiða það sem þeim ber.Strákarnir sem þjálfa gera það endurgjaldslaust og eiða miklum tíma í það þó að vinna og skóli sé líka með.Svo þetta er sorglegt að svona skuli alltaf verið komið framm við þá sem gera hlutina vel og af hjartans sannfæringu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já svo það voru bara hjólför í malbikinu þegar mín brunaði í burtu. hahah.

Fyrirmyndar krakkar í félaginu hans Ragnars. Vonandi fara þessir styrkir að kom.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 16.5.2007 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband