grauturinn og spurningarflóð Bryndísar
24.3.2007 | 20:29
Fórum í mjólkurgrautinn til tendó og svo þreyf ég hjá henni og krakkarnir fóru aðeins út að leika,Sveigur tók vel á móti okkur og hafði mikið að segja,hann er kominn með sýkingu í augun og eyrun aftur og var heldur aumlegur að sjá en gat rifið kjaft við okkur og dró Ragga með sér út á ´tún.Og eftir tiltekt og matinn lagði ég mig meðan krakkarnir voru úti ,en þegar þau koma til ömmu sinnar er eins og þau hafi verið svelt alla vikuna því þau eru allan tíman að borða eitthvað.
Á heimleiðinni var svo farið að kaupa laugardagsnammið sem er orðin fastur liður,hérna áður fyrr gleymdu þau oft að það væri nammidagur en eftir að Bryndís fór að umgangast krakkana hérna í hverfinu meira má aldrei sleppa úr nammidegiBolli eldaði dýrindis steik í kvöld og humarsúpu sem var alveg salgæti,Bryndís varð að fá að vita hvernig pabbi sinn gæti eldað svona góðan mat,Raggi sagði henni að pabbi fiktaði sig áfram með matinn,ha lék hann sér með matinn er það ekki bannað,von að barnið spyrji,því ekki má hún leika sér með matinn svo nú hófust útskýringar og loksins var daman sátt víð svarið .Þarf alltaf að fá mjög greinagóðar skýringar á öllu og af hverju við fullorðna fólkið megum hitt og þetta en ekki hún,svo finnst henni stjórnmálamenn ókurteisir því þeir grípa fram í þegar hinir eru að tala,og afhverju gera þeir það spyr hún.
Nú eru allir að búa sig undir að horfa á spaugstofuna það er alltaf viss fjölskydustund og mikið undirbúið svo allir hafi nóg að borða .Og allir með sínar sérþarfir sem er hið besta mál og bara gamann sæl að sinni
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já, ég skil Bryndísi, stjórnmálamenn eru leiðinlegir og ókurteisir upp til hópa. Þetta með laugardgsnammið. Þjóðfélagið ýtir á okkur, krakkar segja svona er þetta hjá hinu krökkunum og ferledrar ráða ekki sjálf hvernig hlutirnir eru en þau nota þetta líka og segja svona er þetta hjá öllum hinum krökkunum. Það er nefnilega ekki víst og best er að ráðfæra sig við hina foreldrana og þá meina ég ekki bara í smabandi við nammið..
Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.3.2007 kl. 23:04
mér finnst laugardagsnammið vera frábær hugmynd, en þá bara ef það er ekkert nammi aðra daga.
xxx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.