Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
ein að stressast
5.6.2008 | 23:58
Nú er þessi vika að verða búin sem betur fer og best er þegar helgin er líka frá .það er búið að vera frekar mikið stress þessa dagana sumarnámskeið í taekwondo hjá Ragnari og þar er ég líka gjaldkeri ,en allir sem eru í stjórn hérna voru að vinna (ég líka) og sáust ekki svo það voru hlaup milli staða og áhyggjur um að allt gengi vel ,vorum nefnilega með 4 þjálfara að sunnan ,og vildi ég að þetta tækist sem best.Og sem betur fer gekk allt vel og þau þökkuðu mér vel fyrir ,bara að morgundagurinn verði góður því þá endar námskeiðið og ég á leið´í fyrramálið á Skagan með Bryndísi á sundmót. Og asnin ég í öllu stressinu gleymdi að láta vita að ég ætlaði að gista með henni,í skólanum en það gekk ekki upp og verð ég að gista í mosó og keyra upp á skaga til að vera með henni á sundmótinu Elvar kemur með en ég er viss um að hann vill bara vera heima hjá ömmu meðan ég er á þvælinginumBolli ætlar að vera heima og mála húsið og Ragnar verður líka heima enda er námskeiðið ekki búið fyrr en seinnipartinn.Jæja þetta var gott nú get ég farið að sofa.
smá skjálfti
1.6.2008 | 11:56
já nú er bleik brugðið
26.5.2008 | 00:12
Já þið trúðuð því ekki að ég gæti móðgað fólk ,en ég hélt að ég væri kominn í fullorðna manna tölu, og gæti sagt það sem ég vildi án þess að menn tækju það illa upp. En ég varð reið og þakkaði mannninum fyri mætingu og áhuga á fundi sem hann hafði verið boðaður á .Honum líkaði ekki hrokin í orðum mínum,en þetta var bara ekki fyrsti fundurinn sem hann ætlaði að koma á en sást ekki. En hvað um það ég erfi þetta ekki við manninn .Enda ekki ástæða til að velta sér upp úr slíkri vitleysu.Það gerir bara óþroskað fólk eða er það ekki, ég hélt það æi hættu nú kona.
Annars er allt gott hérna Pétur hinn danski er í heimsókn og dagskráinn er svo stíf hjá honum að það hálfa væri nóg heimsækja alla gömlu vinina og matarboð hér og þar, annars var dóttir hans að verða stúdent og reyndar tengdarsonur , sem var tilefni heimsóknar hans til Íslands,en ég er hrædd um ef matarboðin verða svona mörg eins og til stendur verðum við að nota vörulyftara til að koma honum í flug á sunnudaginn.Og svo gætu dönsku flugmennirnir neitað að taka á loft vegna ofhleðslu og beina flugið til Köben gæti endað með millilendingu í Keflavík.Þeir eru annsi hræddir þessir dönsku flugmenn að fljúga hér til Akureyrar vegna allra stóru fjallana og svo er stundum gola svo þeir sjá að fánarnir hérna bærast í golunni og vilja minnka eldsneytið og helst að skilja allan farangurinn eftir því kannski er flugbrautinn ekki nógu löng .Ja hvað um það vonandi kemst Pétur aftur til danaveldis.
Nú er draugurinn að reyna að hafa áhrif á skrif mín en tekst ekki,ég byrja bara aftur.
Við fórum fram i eyjafjarðarsveit í dag á handverksýningu í Laugarborg með tengdó,og voru eldri borgarar eða sveitungar að sýna handverk sitt, og svo var líka þetta dýrðlega hlaðborð að eyfirskum sveita sið .Ekki þótti Ragga það leiðinlegt enda matmaður.Elvar Kári var ekki eins hrifinn en fékk sér mjólk og margar kleinur prinsessan var eitthvað pirruð og vildi ekkert,en svo æstist daman svolítið sem endaði í höfuðverkja kasti.En síðan var haldið á Glerártorg því við höfðum frétt að það væri kominn ný dótabúð Toy are us og auðvitað vildi liðið skoða herlegheitin,en viti menn það var búið að fresta opnunni til 30 maí ,eins og sagt er það sást tár á hvarmi, en hrist síðan af sér.
Bryndís var orðin eitthvað lasin þegar við komum heim grét og var illt í höfðinu svo hún fór upp í rúm kl 18 og hefur sofið síðan kl 12 ætli ég ætti ekki að koma mér í bólið líka ekki má demba of miklu út í einu
ps. þið sem fenguð broskalla frá mér í kvöld afsakið þessa auka karla sem fylgdu með kunni ekki að ná þeim burt.
það er nú svo
23.5.2008 | 18:03
Smá minning
26.4.2008 | 23:54
Þetta er búin að vera einkennilegur dagur fórum í sveitina eins og venjulega.Borðuðum mjókurgrautinn.Svo var farið að ná í Sveig það var skrítinn tilfinning,Fórum niður á Önglstaði sem er fyrir neðan vegin og systkini tendó búa.Sveigur var vanur að heimsækja þau og sníkja sér aukabita og rölta svo yfir brú sem er yfir bæjarlækin og heimsækja hina bæina og einu sinni fór hann alltaf og kúkaði hjá hótelinu en það er liðin tíð.Ef Sveigur hefði verið aðeins yngri hefði hann auðveldlega komist upp úr læknum ,því hann var grunnur þarna en auðsjánlega hafði eitthvað komið fyrir sem hindraði það.
Hann var alltaf virðulegur þar sem hann lá á tröppunum á Bjargi og horfði yfir sveitina sína,og ef hann sá eða heyrði í mótórhjóli eða snjósleða ætlaði þessi virðulegi hundur alveg vitlaus að verða og skammaðist .Hjólreiðafólk ´fékk sitt skamm ef það nálgaðist .OG alltaf þekkti hann bílana sem okkar og þá stóð hann upp dillaði rófunni og rölti til okkar og heylsaði hverju fyrir sig og allt samkvæmt reglu. Og ef við komum ekki lengi eða höfðum skroppið í ferðalag fengum við langa ræðu .Síðasta sumar vorum við með fellihýsið á túninu á Bjargi og gistum það fannst mínum vel til fallið og vildi helst gista inni hjá okkur en hann var frekar mikil og stór um sig ,en lét sig hafa það fyrstu nóttina en þá næstu svaf hann í skjóli við fellihýsið,og var góður varðhundur og passaði vel upp´á alla,og lá við að hann brosti hringin og enþá ánægðari þegar systir bolla kom með tjaldvagn og gisti þarna líka og endanum kom ármann bróðir og frú og mamma og pabbi á húsbíl var þetta hin mesta sæla fyri Sveig.
Sveigur er dáinn
26.4.2008 | 11:54
'I gær dó okkar
ástkæri Sveigur .
Sveigur fæddist í Gröf í Eyjafjarðarsveit 11 mars 1996 ,og var einn af mörgum hvolpum og átti Unnur systir hann en lét hann okkur eftir þegar hún fluttist til Noregs. Sveigur var virðulegur hundur og mjög blíðlindur og öllum þótti vænt um hann, það verður tómlegt á Bjargi núna eftir að hann er horfin en hann var orðin gamall og hvíldinni feginn.Við kveðjum best vin okkar með trega en vitum að hann varð hvíldinni feginn.bless Sveigur við elskuðum þig öll.
Hérna er smá myndasíða af sveigi
Já fólk er kannski hissa að við skrifum svona mikið en þetta var mikil persónuleiki og vert að minnast svo góðs hunds.
sól sólarvörn og mamma mín málarinn
20.4.2008 | 13:05
aftur að mála og kötturinn að gera mig vitlausa
17.4.2008 | 17:55
ja það er nú meira útstáelsið á þessum ketti okkar allar nætur á flakki og krökkunum líkar ekki þetta háttalag og fyrst þegar hann skapp var hann á annan sólahring í burtu og allir hálf volandi ,en kauði mætti aftur í allri sinní dýrð.
Ég er byrjuð að mála aftur og líður æðisleg vel með það er með eina litla mynd sem heppnaðist bara vel.Raggi vað að ljúka námskeiði í Myndlistaskólanum á Akureyri og kennarinn var svo ánægður með hann og sagði að hann yriði að gera eitthvað með þessa hæfileika og ég ætti að hvetja hann áfram,það sagði ég að væri nú enginn vandræði með að gera ,svo kauði er að hugsa um að fara í grafíska hönnun næsta vetur.Raggi hefur ekki verið góður í fótunum núa lengi sérstaklega eftir að hann datt í janúar á rófubeinið ,og bað nuddarinn okkar mig að láta athuga þetta því þetta væri ekki eðlilegt.OG auðvitað er ég búin að panta tíma hjá lækni ,hlíðin kona hum.Nú er saumaklúbbur á Grenivík í kvöld og verður gaman að keyra þangað það er svo fallegt veður núna.Verð að þjóta og hengja upp gardínurnar í hjónaherbergið svo Bolli geti haldist við í herberginu fyrir hita hihihihihihi æi alltaf sama kvikindið
e
Mynda ófarir og fl.
7.4.2008 | 17:29
Hérna kemur myndin sem draugsa líkaði ekki og gerði margar tilraunir til að skemma.En hún verður samt máluð bara á nýjan striga.
Hérna er Bryndís að keppa á páskamótinu ,alveg að deyja úr kulda.
Og hérna kemur ljóð sem hún samdi fyrir mömmu sína ,og er alveg ótrúlegt að hún 9 ára gömul hafi samið þetta,dæmið bara sjálf.
Ljóðið heitir Gjöf til þín
Ég er með gjöf til þín
sem er ei mín.Hún mun kljúfa spor þín áfram ég veit til hvers hún er fyrir hjartað,
Því hún er ástin mín til þín ég er gjöf till þín.
Bryndís Bolladóttir
heimsókn Greifinn og ýmsar myndi
6.4.2008 | 22:19
Sól og gott veður enginn lýgi þó á norðurlandi sé. Við fórum í heimsókn í pönnsukaffi og síðan var farið á Greifann að borða,haldiði að ég hafi ekki panntað vitlaust og prinsessan alveg í mínus og setti upp sína mestu skeifu.En þjónustustúlkan bjargaði mér alveg fyrir horn og kom bara með það sem sú litla vildi og málið dautt og sælubrosið kom á andlitið á litlu prinsessunni minni.Elvar að kvefast og ég líka en við erum hörkutól og látum það ekki bitna á okkur athjú.
Nú þarf Ragnar ekki að tína sængurverinu sínu,hann er alveg snillingur í að koma sænginni út úr sængurverinu.nú keypti ég sængurver með tölum og reyni hann nú að koma sænginni út um þæt huhh.
hér koma nokkrar gamlar myndir úr Vestmanneyjum.
mamma og pabbi í tilhugalífinu. Mjási á veiðum
afmælisbarnið á barnsaldri hihihihihihih
þetta er hún langamma mesta kjarnorku kella sem ég hef þekkt og hláturinn hennar gat smitað alla sem voru í kring um hana
já þetta áttu að vera gamlar myndir en nokkrar nýjar slæddust nú með og hvað með það
afii í eyjum með finan bíl.