ha ha ekki er allt auðvelt

Jæja nú er að reyna að skrifa eitthvað ,en ekki tókst það lengi vel,því ekki mundi ég lykilorð og fleirra,en með hjálp góðs manns hafðist þetta allt.


jú ég er ennþá til

Jæja nú hef ég ekki bloggað lengi,alltaf að leika mér á fésinu,en er farin að sakna bloggsins,einhvernvegin skemmtilegra að skrifa smá klausu og stundum hella góðlátlega úr sér eða þannig.Hérna á akureyri er allt við það besta.Akureyrarflugvöllur í fréttum voðalega gaman,gert meira úr en tilefni er til,eins og ekki hafa komið þotur hér áður hahaha. En auðvita er gaman að vera í flugvalla leik ,það var nú blessunalega ekki miki að gera hjá mér ,en aðrir höfðu nóg um að vera,ekki var vært fyrir löggum tollvörðum ,sunnlensku hjálparkokkum , og ekki sé minnst á alla Stóru flugvélarnar og alla farþegana sem urðu að fara norður í land til að fara úr landi.Við höfðum gaman af þegar enskumælandi flugfreyja kom inn gegnfrosin og sagði " svo þetta er Ísland hvar er eldfjallið og gosið ." þá svaraði einn flugmaðurin(íslenskur) það er á suðurströndini við erum á norðurlandi.Ó sagði flugfreyjan og brosti með glamrandi tönnunum.
Já nú er gúrkuvertíð á norðurlandi og allir brosa út í eitt,nema kannski þreyttir ferðalangar.Kannski er þetta í eina skipti sem þau sjá landsbyggðina nei nú er ég andstiggileg eða þannig (sunnlendingurinn sjálfur) þetta er bara gaman.

stundum bloggað á margra mánaða frestil

Sit hérna ein ,allir farnir í sveitina í grautin  og veislu í kvöld sviðalappaveislu hanajjja.ég treysti mér ekki alveg að verða að aumingja,þetta prinsessulíf er að gera út af við mig,en tekur víst fljótt enda.Hef ekki verið mikið á blogginu undanfarið forfallin í leikjum á feisinu.Þetta var alltaf miklu skemmtilegra og ðpersónulegra en nýungagirnin eða tækifærisinnið alltaf háð mér.Ég á reyndar að vera í göngutúr en letin er að drepa mig. kannski á eftir.Var að skoða myndir úr afmælinu hans Bolla,mætti halda að ég hafi ekki verið í veilsunni en fólk virtist skemmta sér .bolli 5ös

skór og skólaferð

Var að kaupa skó á krakkana og kaupið mitt er búið samt eftir að kaupa 2 skó fyrir skólann .Hvað um það maður verður hvort eð er blankur einhverntíman og eins gott að eyða þessum krónum áður en enginn króna verður til.landið hvort sem er á hausnum.Fallegt veður i dag en snjór og slabb.Hvað um það eigum við ekki bara að brosa og láta sem ekkert sé.æi hét mér því að skrifa aldrei um kreppu á blogginu ,svo þetta er það fyrsta og síðasta hana nú.Blush

Elvar Kári er að fara að Reykjum í Hrútafirði 12 okt.þó hann sé með ódæmigerða einhverfu og eigi rétt á liðveislu (sem aldrei er til boða)þá borgar Akureyrarbær ekki mann með honum.samt er hann með stuðning í skólanum,ég var sú fyrsta sem spurði um hvort hann ætti ekki rétt á að hafa mann með sér í ferðina,nei okkar barnvæni bær borgar ekki svona óþarfa, mér er velkomið að fara með ekki þarf að borga mér ,ég þarf bara að borga meira.En minn maður ætlar samt að fara ég sæki hann þá bara ef þetta gengur ekki.Annars er ekkert að frétta´hérna sama góða rútínan gera ekkert og liggja í leti.

P6220116


jæja hvað er títt

á nú er bleik brugðið hef tekið mér langt frí á blogginu,og fest í leikjum á fésbook eða  þannig.

En það hefur verið nóg um að vera hjá mér ferðalög í sumar á vestfirði og Grímsnesið þar átti að vera lunda veisla en eyjamenn voru ekki aflögufærir um lunda en veislan var samt ,fengum lambakjöt í staðin.Bolli varð fimmtugur í ágúst mikil veisla og mikið fjör.Krakkarnir byrjaðir í skólanum.En ég fékk ekki inngöngu í myndlistaskólan er víst of sein að teikna og ekki hægt að kenna mér neitt huhu.Jæja þau um það ég held bara áfram á mínum sniglahraða heima.En andinn lætur bíða eftir sér ,kannski á ég bara að hætta þessu og snúa mér að einhverju öðru.

Pabbi er búinn að smíða dúkkuhús handa Bryndísi,það er eins og lítið einbýlishús,og væri æðislegt að smíða alvöru sumarbústað eftir því,stelpan er alveg í skýjunum með þetta.Og núna hrundi hin tölvan og Bryndís brjálaðist.


sund ,sláttur og fl.

Jæja nú hef ég ekki bloggað lengi,hef verið að kíkja aðeins á facebokið ,festist í leikjum þar ,bara ekkert vit í þessu.Bryndísi gekk vel á sundmótinu kom með silfur eftir boðsund meyja á sunnudaginn, en var hálf fúl yfir laugardeginum,enda voru þær´þá með besta timan í boðsundi hnáta en þær fara ekki á verðlaunapall því sá flokkur er undir 11 ára, en Bryndís keppti bæði í hnátum og meyja flokki.En mín var sæl með sitt.Elvar og pabbi hans voru bara í sveitinni og þótti Elvari ekki gaman að slá þó að hann fengi að vera á ´sláttutraktórinum.bara hund flúlt.Ragnar er byrjaður í vinnuskólanum, þessa viku eru þau í fjölmiðlafræðslu,og eru að gera mynd sem verður sýnd í akureyrarsjónvarpinu ,þetta líkar mínum.Talaði við iðjuþjálfara Elvars í gær og vildi hún að hann fengi liðveislu ,og ætlaði að tala við þau hjá bænum,vonandi gengur henni betur en mér að tala við blessað fólkið.Annars er bara allt við það sama ,og ég komin í sumarfrí eða þannig......

sýningarlok og brons hjá Bryndísi i sundi.

Nú er sýningar helgin búin og maður er nokkuð lúin.Nú er bara skólaslitin eftir og að koma heimilislífinu í samt lag aftur.Og venja sig á að vera bara í vinnuni og heima enginn skóli .Sýningin tókst alveg frábærlega vel og það kom gífurlegur fjöldi fólks og spes gestirnir mínir fá sérstaklega góðar kveðjur.Bolli og tengdó komi seinni partin og fannst Jónínu gaman af að sjá þetta og svo kom hún í mat á eftir til okkar.

Bryndís fór á Ránar sundmótið á Dalvík í morgun og stóð sig eins og hetja varð fyrst í 100 metra baksundi í sínum riðli og 3 yfir allt mótið enda svífur mín núna hringdi til mín af mótinu og sagði mömmu sinni  stolt frá þessu afreki,þetta er nú nokkuð gott þar sem hún hefur ekki farið á æfingar í 2 vikur.var víst nokkrum sekúndum frá amí lámarki .Tekst það bara næst sagði hún skælbrosandi .

Desembermot08_065gömul mynd en þetta er skvísan sem vann bronsið


Flott sýning helgina 9-10 Maí í Myndlistaskóla Akureyrar

Jam nú er komið að því Vorsýningin okkar verður um helgina og er hún meiri háttar ,útskriftaverkin eru alveg frábær,ég er nú bara að ljúka fornámi og hef notið þess að skoða verk annara þegar verið var að setja upp sýninguna síðustu daga,hef ekki getað ýmindað mér hvað þetta er mikil vinna bak við hverja sýningu svo að allt smelli saman ,en gaman . Í dag fer ég svo að bera út boðskort til Akureyriringa  á sýninguna í rigningu og kulda uff ,en hvað gerir maður ekki .

Hérna kemur smá sýnishorn af verkum nemandana.

fornámsdeild

þetta er úr fornáminu ég á kjólin og dúkkuna.

fagurlistadeild fyrsta og annað ár

 þetta er úr fagurlistadeild 1 og 2 ár

fagurlistadeild fyrsta og annað ár

 Bryndís við eitt af verkumunum

 

grafísk hönnun

 

P5060144

 P5060157 

Skúlptúr í samtímalist ,fornámi.

útskfitarverkefni

þetta er útskfiftarverkefni hnífur en svo er skeið og gaffall bara koma og sjá

P5060172

 þetta er útskfiftarverk og verður skemmtilegt að sjá það því að það verður varpað á það myndbandi svo að hestarnir virðast vera á hreyfingu

 

P5060164

útskriftanemi 

 P5060185

fornám 

 

P5060182 

og svo er þetta fornámsdeildinn.

Svo er bara koma og sjá restina af sýningunni ekki má skemma alla ánægjuna fyrir fólki en sýningin verður laugardag og sunnudag frá 14 til 18 báða dagana.

Ég er svo stolt af skólanum mínum enda hafa allir lagt sig fram að gera sýninguna sem fallegasta .

Má alveg monta mig smá hihi.

Endilega komið allir sem geta .

 

 


letin komin aftur

Nú er letin alveg að fara með mann ,fór út í garð og ætlaði að vera dugleg en settist bara í stólinn minn og naut sólarinnar , að vísu tíndi smá rusl en settist aftur og fór að hugsa hvernig ég ætti að hafa garðinn í sumar .Við ætlum að taka grasið og helluleggja þennan smá bleðil sem eftir er af grasinu.Grenitréið er alveg að kæfa garðinn ,það vex hraðar en krakkaormarnir og vaxa þau nú nógu hratt.Nú sé ég fyrir endan á skólanum þarna í hillinguni og ró að  færast yfir kellu.Nú er aðalmálið á ég að halda áfram eða ekki í skólanum.Verð að viðurkenna að þetta vex mér aðeins í augum en afhverju ætti ég ekki að klára næsta vetur af eins og þennan,kannski er nennan ekki eins mikil og hefur verið.Jæja meira hefur nú ekki verið um að vera hérna í kotinu hjá mér .

 


sól ogblíða

fórum í grautinn í dag i sveitinni og síðann í ferminguna hennar Halldóru,falleg veisla og góður matur,Elvar vildi ekki koma með er búin að fá nóg af veislum og fólksmergð .´Fór og keypti mér tvo kjóla og peysu i dag bara að bruðla svona aðeins .Palda og Sævar komu í heimsókn eru að fara í fermingu á morgun til Helenu frænku.Góður dagur sól og rok allir hressir

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband