Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

jú ég er ennþá til

Jæja nú hef ég ekki bloggað lengi,alltaf að leika mér á fésinu,en er farin að sakna bloggsins,einhvernvegin skemmtilegra að skrifa smá klausu og stundum hella góðlátlega úr sér eða þannig.Hérna á akureyri er allt við það besta.Akureyrarflugvöllur í fréttum voðalega gaman,gert meira úr en tilefni er til,eins og ekki hafa komið þotur hér áður hahaha. En auðvita er gaman að vera í flugvalla leik ,það var nú blessunalega ekki miki að gera hjá mér ,en aðrir höfðu nóg um að vera,ekki var vært fyrir löggum tollvörðum ,sunnlensku hjálparkokkum , og ekki sé minnst á alla Stóru flugvélarnar og alla farþegana sem urðu að fara norður í land til að fara úr landi.Við höfðum gaman af þegar enskumælandi flugfreyja kom inn gegnfrosin og sagði " svo þetta er Ísland hvar er eldfjallið og gosið ." þá svaraði einn flugmaðurin(íslenskur) það er á suðurströndini við erum á norðurlandi.Ó sagði flugfreyjan og brosti með glamrandi tönnunum.
Já nú er gúrkuvertíð á norðurlandi og allir brosa út í eitt,nema kannski þreyttir ferðalangar.Kannski er þetta í eina skipti sem þau sjá landsbyggðina nei nú er ég andstiggileg eða þannig (sunnlendingurinn sjálfur) þetta er bara gaman.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband