Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Tímin hleypur frá mér.
25.1.2009 | 16:30
ja nú hef ég ekki haft tíma til að blogga lengi enda ágætlega mikið að gera í skólanum og heima,svo hefur letin verið við völd á milli . Erum að byrja i umhvefisteikningu og er það frábært,þó svo að sumum í bekknum leiðist þessi teikning.En ég nýt mín og er alveg hissa hvað ég get sko þá gömlu.
En ég var að fá leiðinlegar fréttir ,það verður kannski enginn skóli næsta vetur,bæjarstjórnin sér eftir að styrkja okkur og vill nota peningana í annað en það koma alltaf kraftaverk og vonandi sjá þeir aumur á okkur,ég verð þá bara að sækja um í verkmenntaskólanum og vona að þeir taki við mér því ég er ekki á þeim buxunum að hætta núna.
Bolli og Ragnar voru að fara til vina okkar ,og vitiði hvað þeir eru að fara að gera leika sér að stórri bílabraut, já gömlu mennirnir keyptu sér bílabraut, því ekki hafa börninn þeirra mikin áhuga á bílum en Bolla tókst að draga Ragga með sér.'Eg ætla að gera aðra tilraun á að fara í bíó í dag og sjá Sólskinsdrenginn,í gær lennti ég í 75 ára afmæli og hvað verður það í dag hu.
Nú er ég að safna að mér góðu myndefni til að teikna og mála,með góðri fjarvídd og fl. Kennarinn er að reyna að láta mig gera mynd án smáatriða ,er víst föst í smáatriðum.og svo á ég að gera umsögn um mynd sem ég gerði formunum.uff hvernig talar maður um mynd sem eru annað hvort bara hringir þríhyrningar eða ferhyrningar og segja eitthvað gáfulegt ææi. 'A enga mynd í tölvunni svo ég geti útskýrt þetta betur .meira seinna.
alveg á kafi
18.1.2009 | 20:15
Alveg á ég dásamlegan pabba.
4.1.2009 | 17:45
Nú erum við bara 3 heima dóttirinn hefur ekki sést í dag Elvar Kári á sundmóti í Reykjavík ,svo frumburðurinn er bara einn hjá mömmu og pabba og leiðist það ekki .'Eg bað pabba að sækja Elvar á flugvöllinn ,þessi dýrðlingur sótti kauða og eitthvað af sundliðinu.Og auðvitað horfði hann á drenginn keppa,Elvar vann til verðlauna og fréttamaður tók viðtal við hann og fleirri ,ef einhver á ekki eftir að segja fréttir þegar hann kemur úf höfuðborginni.Það var eins gott að ég kláraði að mála herbergið hans áður en hann kemur heim.Á bara eftir að útvega honum skrifborð,fórum að skoða en fundum ekkert pabbi hans vill finna stórt borð svo kauði geti nú dundað sér að leira .Það kannski rekur á fjörur okkar síðar ..
Skólinn byrjar á miðvikudag,æi er svolítið kvíðin búin að hafa það allt of gott um jólinn.framhald síðar þegar Elvar Kári er búinn að segja mér fréttirnar.
Unnur myndirnar eru í vinnslu. Og takk pabbi þú átt engann þinn líkann.
Gleðilegt ár og farsælt komandi ár
2.1.2009 | 16:36