Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Aleinn í útilegu með börnin!!!!!! og ég í afslöppun . ho ho
25.6.2008 | 21:10
jæja nú er ég komin aftur,mamma og pabbi voru hjá mér í síðustu viku og skemmtum við okkur vel. Bolli fór með krakkana í lions útilegu í Skagafjörðinn nánara sagt á Bakkaflatir, já hann fór einn með börninn ,er ég ekki hræðileg var að vinna og sendi hann aleinan með börnin sín í útilegu. En allir skemmtu sér vel Ragnar fór í rafting en yngri krakkarnir fóru með pabba sínum í sund.allt gekk vel og ég og pabbi og mamma skemmtum okkur vel.'I dag fórum við í sveitina að slá garðin fyrir tengdó og raka dreifarnar eftir þá sem leigðu túnið þetta var bara gaman ,en það var sól rignigarúði og blástur og aftur sól. Tengdó vissi ekki af því að við ætluðum að slá í dag ,vill hafa mat handa sínu fólki en auðvitað galdraði hún fram hádegismat nema hvað.Eftir sláttin fórum við í sund á Hrafnagili sem er alveg frábær sundlaug og frítt í sund fyrir yngri en 16 ára munar um minna.
Er að átta mig á því að ég er að fara í skóla í vetur þetta er í hálfgerðri ´þoku ,en verður örugglega gaman og kannski erfitt á köflum en þá er bara að vinna úr því .Svo er fermingin í vor það er bara allt að gerast ,svona á þetta að vera .Svo eru þau í vinnuni alveg æðisleg þannig að þetta á að ganga vel bæði vinna og skóli.
sund og skóli
13.6.2008 | 21:16
Akranesferðin var frábær sundfélagið Óðinn stóð sig frábærlega og var stigahæst og með stigahæsta keppandan. Bryndís vann í 50 metra baksundi og boðsundið á laugardeginum og voru í öðrusæti á sunnudaginn þau stóðu sig í einu orði FR'ABÆRLEGA og syntu fallegt sund og margir voru í fyrsta sinn að keppa og áhuginn var gífurlegur sem sagt frábært.
En svo kemur loksins það sem ég ætlaði að segja ykkur fyrst sendi ég inn umsókn og fór í viðtal og vitiði hvað......
ÉG KOMST INN LOKSINS .......ÉG KOMST INN Í MYNDLISTASKÓLA AKUREYRAR JÁ hver er núna montinn í 3 ár er ég búin að skrifa umsókn fyrstu reyf ég annað árið endaði umsóknin upp á ískáp og síðan í ruslinu. En núna fór ég með umsóknina og er búin að bíða 2 langar vikur með magaverk og allt það og í dag fékk ég loksins svarið marg þráða ,sem ég ætlaði að fá þegar ég var 17 en hvað eru rúmlega tugur ára .
smá ánægð með sjálfa sig húrra húrra þetta gat ég
ein að stressast
5.6.2008 | 23:58
Nú er þessi vika að verða búin sem betur fer og best er þegar helgin er líka frá .það er búið að vera frekar mikið stress þessa dagana sumarnámskeið í taekwondo hjá Ragnari og þar er ég líka gjaldkeri ,en allir sem eru í stjórn hérna voru að vinna (ég líka) og sáust ekki svo það voru hlaup milli staða og áhyggjur um að allt gengi vel ,vorum nefnilega með 4 þjálfara að sunnan ,og vildi ég að þetta tækist sem best.Og sem betur fer gekk allt vel og þau þökkuðu mér vel fyrir ,bara að morgundagurinn verði góður því þá endar námskeiðið og ég á leið´í fyrramálið á Skagan með Bryndísi á sundmót. Og asnin ég í öllu stressinu gleymdi að láta vita að ég ætlaði að gista með henni,í skólanum en það gekk ekki upp og verð ég að gista í mosó og keyra upp á skaga til að vera með henni á sundmótinu Elvar kemur með en ég er viss um að hann vill bara vera heima hjá ömmu meðan ég er á þvælinginumBolli ætlar að vera heima og mála húsið og Ragnar verður líka heima enda er námskeiðið ekki búið fyrr en seinnipartinn.Jæja þetta var gott nú get ég farið að sofa.
smá skjálfti
1.6.2008 | 11:56