Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Elvar Kári sundkóngur

Við Elvar Kári fórum til höfuðborgarinna um helgina á íslandsmót fatlaðra í sundi.Og gekk honum bara vel ,en þetta er flókið kerfi þessi keppni margir riðlar og í hverjum riðli eru flokkar fatlana þannig að ég var ekki alltaf að skilja hvernig þetta gekk fyrir sig, en Elvar var annar í sínum riðli í 50 m skriðsundi 3 í sínum riðli í 50 m baksundi  ,4 í sínum riðli í 100 m skriðsundi og 6 í 100 m bringusundi en komst ekki í úrslit  keppti lika í fjórsundi þar voru þeir bara tveir að keppa en Elvar karlinn lenti i vandræðum með sundgleraugun og minn maður var ekki ánægður með það og var lengi að jafna sig en keppti svo 2. í boðsundi sitt hvorn daginn.Hann stóð sig eins og hetja, og bara það að fara suður á mótið og hætta ekki við var fyrsta kraftavekið, og vera allan daginn og vakna næsta dag og ekkert vesen að fara aftur ,hann gersamlega kom mér á óvart. Sannkölluð hetja, já nú er min monntin af sínum strák.

Bryndís snéri pabba sínum alla helgina og var í dekri hjá ömmu sinni og Mjási fékk að fara í sveitina líka,og líkaði bara velGrin


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband