Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
er hérna enþá
6.5.2007 | 16:04
Ætlaði að blogga í gær en þá vildi bloggið mitt ekki hlíða mér og hreinlega úthýsti mér af mínu eigin bloggi.Hvað oft sem ég skráði mig inn hennti bloggið mér út aftur.
En nóg um ófarir mínar í tölvugeiranum.Loksins er Elvar Kári að fá liðveislu,nú tók það bara mánuð,enda virtist ég hafa talað við rétta manneskju núna,þekkti mál stráksins og vissi að þetta var það sem hann þurfti.Síðast fór ég fyrir tveimur árum og fór nokkrum sinnum og hrinngdi en ekkert gekk.Svo er alveg æðisleg kona sem vill taka hann að sér ,enda vill Bolli og auðvitað ég ekki hvern sem er til að liðsinna þessum demanti okkar.En auðvitað er mikið af góðu fólki sem er í þessu.
En viti menn þið vitið af þessu tölvuveseni mínu nú þóknaðist fartölvunni að hafa netsambandið í lagi upp úr þurru.Svo nú er ég í minni tölvu,svo keypti frúinn sér prentara við apparatið og á hann bara sjálf.Enda var bara keypt einfaldur prenntari og ekkert vesen.Svo nú vona ég að þetta fari nú að skána.+
Er að baka vöfflur og hleyp á milli vöfflujárns og tölvu svo gaman hjá mér hihihihih.
nenni ekki meira núna bless í bili
Ætlaði að bl
smá af akureyris
2.5.2007 | 22:19
Það er búið að vera sumarveður þessa dagana og í gær vorum við í sveitinni að gá að trjáræktinni og hafa blessuð tréin komið vel undan vetri,Bolli var að fylla skurðina af heyrúllum enda ætlar hann að loka þessum skurðum og er langt komin með að fylla þá.Þegar við vorum út á túni kom ísbíllinn og þá fannst manni sumarið væri komið,nokkurs konar sumarboði.Svo náðum við í fellihýsið og bjuggumst við að það angaði af fjósalykt en viti menn ekki smá þefur .Og allir eru mjög spenntir að fara í sumarfrí.
Nú erum við 3 systkinin byrjuð að blogga og þá er hringurinn að lokast og ég fæ fréttir úr öllum heimshornum,en það verður víst bið á því að stóri stóri bróðir byrjar að blogga,honum fynnst þetta eins og sveitasími.
Elvar er að byrja með sumarofnæmið og er bara slappur með þessu,svaf í mest allan dag og fer því ekki að sofa fyrr en undir morgun ef ég þekki hann rétt.