Bloggfærslur mánaðarins, september 2006
lítið spjall
30.9.2006 | 10:21
smá skrif
27.9.2006 | 17:59
laugardagsrabb.
23.9.2006 | 17:30
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
EIN með skriftarkrampa
22.9.2006 | 13:15
Litli karlinn í nýjum æfvintírum
22.9.2006 | 13:02
Hérna kemur framhald af sögunni um litla karlinn í eldhússkápnum.
Litla karlinum fannst svo gamann að lifa,því hann fannalltaf eitthvað skemmtilegt að gera og því leiddist honum aldrei.Það var svo margt snigðug í eldhússkápnum sem hann bjó í,diskar með fallegum myndum,strítnir bollar og margt fleirra. Svo hlustaði hann á það sem stóra flólkið var að segja,og fór að ýminda sér hvernig hitt og þetta væri.
Jæja einn dag heyrði hann að það væri að koma jól."o,það er svo gamann á jólunum hugsaði litli karlinn"þá,þá bakar stóra konan fullt af smákökum nam,nam, svo var allt húsið skrteytt. Og falleg jólalög spiluð.O,já þetta var skemmtilegur tími, alltaf eitthvað um að vera.Það var svo gaman að laumast út úr bollaskápnum og kýkja á jólaskrautið í stofunni, en þá varð hann að læðast ofurvarlega,seint um kvöld þegar stóra fólkið var sofnað. Vitið þið á jólatréinu voru svo fallegar kúlur allavegna litar og voðalega gaman að róla sér á.allavega fyrir litla karla sem eru bara eins og þumallinn á honum pabba þínum. Og það voru litlir pakkar og pjöllur á tréinu og allskonar dót bílar,dúkkur trommur allt svo lítið og skemmtilegt.
Nú var þorláksmessa þá var allt jólaskrautið sett upp,æitli karlinn gat ekki beðið eftið að fólkið færi að sofa svo að hann gæti farið að skoða og kannski skemmta sér svolítið .En auðvitað fóru seinnt að sofa
Hann var orðinn órólegur,langaði svo bara aðeins að skoða allt dýrðina.Loksins var kominn ró á allair farnir að sofa. Litli karlinn var ekki senn á sér og renndi sér út úr skápnum niður á borð síðan tók hann langa spottannsinn og renndi sér alla leið niður á gólf,því næst hljóp hann meðfram veggjum inn í stofu,Vá hvað jólatreið er fallegt og svo stórt,hann hoppaði og dansaði af kæti, fór á handahlaupum fyrir framan jólatréið og pakkanna. Þetta var allt svo fallegt,svo fallegt.Allt í einu tók hann á sprett upp á jólapakkanna náði í neðstu greininna á tréinu og sveiflaði sér upp eftir því grein af grein. Þar til hann kom að fallegri rauðri jólakúlu, þessi er alveg tilvalin til að róla sér á. Þegar litli karlinn var búin að koma sér fyrir á rauðu kúlunni byrjaði hann að róla sér og syngja jólalög-jólasveinar einn og átta ´,í Betlihem ,og gekk ég yfir sjó og lend ,og fleirri lög.Hann horfði ánægður á allt jólaskrautið ,bara gleymdi sér alveg,svo hugfanginn var hann.Rólaði sér hraðað og hraðar ubs hann rakst í stóra bjöllu og "splass" rauða kúlan brotnaði og litli karlinn datt niður á næstu grein, æi ,nú er ég búin að skemma þessa fallegu jólakúlu,hvað á ég að gera hugsaði hann dapur, þar sem hann hékk greininni.Ja´jú það ætti að vera hægt hugsaði litli karlinn,(hann kunni nefnilega pínulítið að galdra ,bara smáveigis, hún litla mamma kenndi honum það fyrir löngu,þau voru nú einu sinni álfar)Hann tók lítin poka sem hann var með bundin við beltið kastaði örlitlu álfaryki á greining sem stóra rauða kúlan hafði verið og "Púff" viti menn, þarna var kominn ný og falleg kúla,jæja ætli ég sé ekki búinn að gera nóg núna, litli karlinn sveiflaði sér niðiur á gólf,þaut eins og elding upp í gamla góða skápinn sinn,lagðist í uppáhalsdbollann sinn,þreyttur en ánægður.Á morgun var aðfangadagur.þá yrði sko gaman og margt að skoða ,síðan söng hann fleirri jólalög og síðan sofnaði hann með bros á vör,,
Sýna þakklæti ,þakkir eru kremið á köku lífsins
22.9.2006 | 12:26
Þetta sendi góð kona mér einu sinni,og mér fannst þetta sniðugt.
- Hlustun
- Þegar ég bið þig að hlusta á mig
- byrjar þú að gefa mér ráð
- hefur ú ekki orðið við bón minni.
- Þegar ég bið þig að hlusta á mig
- og þú byrjar á því að segja mér
- að líðan mín ætti að vera öðruvísi,
- þá ertu að troða á tilfinningum mínum.
- Þegar ég bið þig að hlusta á mig
- og þér finnst ú verðir að"gera"eitthvað
- til að leysa mín vandamál,
- þá hefur þú brugðist mér. skrítið ekki satt?
- HLUSTAÐU! Allt sem ég bað um var að þú hlustaðir.
- Ekki tala eða gera-bara heyra.
- Ráðleggingar eru ódyr lausn.
- Ég get gert hlutina sjálf;ég er ekki ósjálfbjarga;
- Kannski kjarkminni og óstyrkari,en ekki ósjálfbjarga.
- Þegar þú gerir eitthvað fyrir mig sem ég get gert og verð að gera sjálf,
- þá leggur ú fram þinn skerf til að auka ótta minn og veikleika.
- Ef þú einfaldlega viðurkennir líðan mína, hversu óskynsamleg sem
- hún er, þá get ég hætt að reyna sannfæra þig,
- snúið mér að því sem máli skiftir og reynt að skilja ástæðuna fyrir
- líðan minni.
- Þegar það er ljóst, eru svorin augljós og ég þarfnast
- ekki ráðlegginga.
- 'Óskynsamleg líðan hefur merkingu þegar við skiljum hvað liggur að baki.
- Ef til vill er það þess vegna sem bænin hjálpar,stundum,fyrir suma,
- vegna þess að guðirnir eru hljóðir.
- Þeir hafa ekki ráð á reiðum hondum og reyna ekki að "redda" hlutunum.,,Þeir "hlusta bara og láta þig finna leið.
- Þess vegna bið ég þig að hlusta og heyra.Ef þig langar að tala,hinkraðu þá augnablik,og ég skal hlusta á þig.
Réttindayfirlýsing.sem vinkona mín sendi mér
22.9.2006 | 12:09
Þú átt rétt á að vera þú sjálf/ur
Þú átt rétt að komið sé fram við þig af virðingu
Þú átt rétt að hafa eigin tilfinningar og koma þeim á framfæri
Þú átt rétt á að hafa þínar eigin þarfir og biðja um það sem þú óskar þér.
Þú átt rétt að biðja aðra um að uppfylla þarfir þínar,en þú getur ekki gert ráð fyrir að aðrir muni uppfylla þær.Þeir eiga rétt á að segja nei.
Þú átt rétt á að segja nei við að uppfylla þarfir annarra.
Þú átt rétt að biðja aðra um að breyta hegðun sem gengur á þinn rétt.
Þú átt rétt á að taka ekki inn á þig erfiðleika annarra og áhyggjur.
Þúátt rétt á að líka ekki vel við aðra.
Þú átt rétt að vera öðruvísi en allir aðrir.
Þetta er svolítið sniðugt að hugsa aðeins um þetta því það er oft gengið á rétt okkar og bara til að íta við þessum sem hugsa aldrei um hvað þeir gera.
Bækur og tenglar fyrir einhverfu
21.9.2006 | 12:54
Fyrst er að nefna Afmælisrit 20ára umsjónafélags einhverfa ,sem gefur mjög mörg svör og góðar greinar.
Menntamálaráðuneitið. Erna Arnardóttir deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneytinu. Samalamanca yfirýsingin og menntamállaáætlun um aðgerðir vegna nemanda með sérþafrir.
Heiðrún Sverrisdóttir leikskólafulltrúi í Hafnafirði. Samnýting sérfræðiþjónustu leikskóla og grunnskóla .httl://www.sjr.is/interpro/mrn/mrn/.pager/upplýsingar-sertarfir-is(gæti verið eitthvað aðein vitlaust skrifað slóðin fann ekki upprunalega blaðið mitt.
Skyn og Hreyfiþroski (Hugmyndafræði). Guðrún Árnadóttir iðjuþjálfi,(bók.)
Umsjónafélag Einhverfra
http://www.hi.is/pub/yn/verkefni/einhverf/ein.htm
Atferkismeðferð á Íslandi fyrir börn með einhverfu og skyldar þroskaraskanir.
http://www.itn.is/ulmsón/atfmot.htm
Dortor.is
Pistlar;Einhverfa
Edvald Sæmundsen,sálfræðingur og sérfræðingur í fötlun
htt://www.doktor.is/grein/efni
Kennslufræðileg aðlögun grein sem ég fann á netinu.
Hvernig skilur fólk sem er öðruvísi :Eftir Brad Rand,þýðandi Erna Halldórsdóttir.hægt að finna á netinu.
Svo er hægt að finna á netinu ýmsar tengla og slóðir, hér eru nokkrir sem ég fann.
Austism-Primer_Twenty quistons and Ansvwers.http://www.unc.edu/depts/teacch/20ques.htm
Hér er að finna nokkra staði sem hægt er að fá upplýsingar, svo er hægt að fá greinar keyptar hjá morgunblaðinu á netinu um einhverfu.
Svo er hægt að fá greinar og rit hjá umsjónafélagi einhverfa hér eru nokkur:
Einhverfa bak við tjöldin(J.G.T. van Dalen:) Eftir einhverfan mann, innsýn hvernig einhverfur sér lífið.
Þjálfun Fagfólks og (foreldra), með ferð einhverfu eftir .Theo Peeters.
Að hreyfa sig og hjúfra( 2002)eftir Þórunni Þórodds sjúkraþjálfara.
http://www.netdoktor.is/grein/efni
Einhverfa Meðferðarúrræði Dagný Erla Vilbergsdóttir
http://www.hi.is/pub/gab/yn/verkefni/h97/einhverfa 1meðferð Htm
Skyntruflanir hjá einhvefum og meðferð við þeim Dokror.is
EInhverfa (2002) Evald Sæmundsen sálfr. og sérfr´ðingur í fötlun.Doktor.is
Atferlisþjálfun í afmælisriti 20ára Umsjónafélag einhverfra
Gráasvæðið (afmælisritið)
Helstu réttindi og úrræði sjá greiningar-og ráðgjafastöð ríkisins þetta ættu allir að kynna sér ,því að ekki er alltaf á hreinu hvaða réttindi börnin okkar eiga.
Hvaða félag er þetta Framtíðin sem alla kæfa með sms
20.9.2006 | 22:29
Nú er myndin farin að taka á sig gott yfirbragð málaði í allan morgun og árangurinn bara góður ,svo ég segi nú sjálf frá,en húsið angar af terpintínu sem leggur úr bílskúrnum eftir mig. Undanfarið hefur ringt yfir mig sms skeitum frá einhverju skólafélagi sem heitir framtíðin og er að senda allskonar boð um skólaviðburði og einhver Hrafnkell sem endilega vill fá mig á msn. hvar fær þetta fólk símanúmerin Bolli er líka að fá þessi sms, við erum bara ekki í mentaskóla í r.vík eða nokkrum öðrum skóla, þetta er orðið heldur hvimleitt því þessu rignir inn á síman hjá manni alla daga.Og ekki er neitt símanúmer svo hægt sé að leiðrétta þetta bara síminn.is.Hvernig og hvert á maður að snúa sér til þess að þessu linni.Frekar þreytandi...Jæja nóg um það annars er allt gott að frétta,nema þetta trambólín sem var keypt hérna í lengjunni það eru sumir sem ráða öllu þar og stóru krakkarnir eru oft að hoppa með þeim yngri og það endar oftast með ósköpum og á kvöldin safnast unglingarnir þarna saman og lætin eru stundum mikil.En vest hvað samkomulagið er leiðinlegt á þessu apparati,æi já svolítið þreytt að klögunum og gráti,svo ég var leiðinleg og bannaði Bryndísi að vera á þessu,strákarnir fara aldrei á þetta,kannski Raggi einu sinni eða tvisvar,en Elvar fær aldrei frið er hann dirfist að fara á það.
Jæja fór í ræktina og það var mjög mikið fjör,eins og alltaf.
lífið hér á bæ
19.9.2006 | 18:22
Ætlaði í ræktina í morgun,en fór að taka til í skápunum í staðin og reyna að sjá gólfið hjá Elvari Kára.Það var annsi margir kubbar þar á bæ og karlar og hvað það nú heitir.Bryndís kvartar orðið alltaf yfir sundkennslunni í skólanu ,að hún þufri alltaf að synda eitthvað smábarnasund og það er bara leiðindi að fara í sund í skólanum, sem er kannski ekki nema von barnið er búið að æfa sund síðan hún var 4ára og er orðinn flugsynd,mér var sagt að það yrði tekið tilit til þess þegar hún byrjaði í skólanum , því þau eru nokkur sem eru í sundskólanum hjá Óðni í öðrum bekk og ætti þess vegna að vera hægt að láta þau syndu hafa eitthvað meira krefjandi að gera, og þetta að hafa krakkana meirihlutan af timanum upp á bakkanum er ekki alveg að gera sig.Nú er daman með 3 stelpur inni hjá sér og aldrei geta þær verið sammála um neitt.Nú eru haustlitirnir að koma og ég verð alveg hugfangin þegar ég horfi á þá langar að mála og mála þegar ég sé alla þessa liti,er loksins byrjuð á stóru myndinni,sem er eiginlega í þremur pörtum. klettar,foss og gróður.maður við sjóinn og síðasti hlutinn er ekki alveg komin á hreint öruglega eitthvað haustlegt og andlegt.En myndin er það löng að það er heldur þröngt í litlu holunni minni.Hvað gerir maður við 7ára stelpu sem rífur sig og þykist vita alla hlut , segir bara af hverju mátt þá þú gera þetta eða hitt?
Það koma oft spaugileg atvik í vinnunni, einu sinni spurði erlend kona veitingarmannin hvenær Fíhöfninn opnaði rétt bráðum sagði hann, hún ætlaði nefnilega að kaupa sér trefil (skarf)áður en hún færi til Grænlands,sagði hún þetta á ensku en ekki var enskukunnáttan hjá honum betri en svo að hann hélt að hún vildi kaupa fuglin skarf og ætlaði að selja henni lunda sem væri frændi skarfsins, við hlógum svo lengi að þessu að farþegarnir í salnum vissu ekki hvað á sig stóð veðrið. En stuttu seinna tókst honum að útskýra fyrir henni af hverju við hlógum svona mikið,sonur hans hristi bara höfuðið og klappaði pabba gamla á öxlina.Svona geta tungumála örðuleikar verið öfugsnúnir.