Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

flóð sundkeppni og danssýning.

Svo þið haldið ekki að ég sé hætt að skrifa þá set ég nokkrar línur hérna það hefur bara verið svo mikið að gera  að ég hef ekki mátt vera að því að skrifa. Daginn sem flóðin voru í Eyjafjarðasveit var nokkuð mikið um að vera hjá mér þegar ,krakkarnir voru á jólaballi það þurfti að sækja þau, og hlaupa úr vinnunni ,þegar ég og Bryndís vorum að fara af flugvellinum um 11,30 fór löggan og sjúkrabíll fram í sveit að sinna þessum sem fór í ánna. Svo fórum við í bæinn og rétt kominn heim þegar hringt var í mig neyðarhringingu að fara út á flugvöll að hjálpa til við að ausa vatni. Jú ég fer og inn á flugstöð en allt var í lagi þar og ég spyr hvar er vatnið sem ég átti að ausa þau hlæja og segja það er hérna úti á verkstæði og slökkvustöð ,þá er nú best að fara þangað ég út og ætla að labba út á verkstæði en´sé að   það er ekki hægt ÞAÐ VAR ALLT 'A FLOTI.jæja þá keyri ég bara og mín skutlast yfir vatnselgin og veit svei mér þá ekki hvar ég á að stopp en kemst þarna á smá þurra bungu og tala við Hreinn vin minn á slökkvustöðinni hann hlær að mér því við vitum hvorug hvernig ég á að hjálpa til  því það var virkilega mikið vatn,svo ég reyni að fara að slökkvustöðinni en er á kuldaskónum og þeir halda bara ekki vatni svo auðvita blotnaði ég í fæturna þá var ekki um annað að ræða en að fara heim og ná í stígvél. og koma aftur .En það var lítið sem ég gat gert því að það þurfti að dæla þessu vatni en ég var höfð í eftirliti hvar vatnið væri að gera usla. Svo var ég send í flugstöðina og niður í kjallaran á flugturninum og þar stóðu fossarnir út um rör á veggnum og mikið vatn í þrónni í kringum loftræstirörin við gátum ekki komist að þessum rörum okkur vantaði vöðlur og Sigurður var í vöðlum og við hringdum í hann ,svo vat öllum moppum og tuskum troðið í rörinn og smá saman minnkaði fossin svo tók við austur og meiri austur af vatni stóra vatnryksugan fannst ekki og slökkvuliðið var að nota stóru dæluna sina en eftir að vinna eins og bakkabræður og ein systir hafðist þetta af , segið svo að ekkert sé að gerast á Akureyravelli. En það er gott að vinna þar því maður fær að vita ef maður vinnur vel og það óspart.Það er ekki oft sem yfirmenn þakka manni svona vel fyrir sjálfsagða hjálp ,því að allir reyna að bjarga því sem hægt er þegar svona kemur fyrir.Þessa daga var mikið rok vatnsveður og hiti og flóðið hjá okkur lítið miðað við það sem var innar í sveitinni og má sega mein afleiðing af því að stíflan brast í Djúpadal.Og held ég að hjálparsveitir og slökkvulið hafi verið hvíldinni fegnir um jólin því þeir sváfu mjög lítið meðan á þessum ósköpum stóð.

Jæja nóg um það af okkur er allt gott að frétta , Bryndís tók þátti sundmótinu eins og ég skrifaði áður og fóru pabbi og Ragnar með henni Elvar átti að keppa en vildi það ekki ætlaði að kúra heima hjá ömmu. En Bryndís var yngst 7 ára og var að keppa við 12 ára stelpur og í fyrsta sinn að keppa í 25 metra laug og stóð sig svona líka vel var önnur í sínum riðli vantaði bara að snúningurinn væri kominn hjá henni ,sagði pabbi annars hefði hún verið fyrst,en þessi litli kroppur var orðin þreyttur og telst þetta góður árangur hjá 7 ára telpu og geri aðrir betur. Svo var danssýnig hjá henni bara hennar hópur og var alveg æðislegt að sjá þessar stelpur hvað þær lögðu sig fram ,svo áttu þær að fara handarhlaup yfir gólfið sumar gátu það aðrar gerðu önnur spor en min litla prinsessa fór handahlaup á annari hendi og var fólk mjög undrandi á  þessu,frænka hennar Freyja var líka að dansa og voru þær alltaf hlið við hlið og græddi amma á þessu að sjá þær báðar á  sömu sýningunni.

skrifa meira seinna og vonandi verða þá myndirnar komnar líka.


Komin frá köben

jæja þá er maður kominn heim eftir dásamlega ferð til Kaupmannahafnar,það var mikið labbað og verslað auðvitar,en ferðasagan kemur seinna. Við vorum á danssýningu hjá Bryndísi í hádeginn sem var alveg frábær fyrst voru smá upphitunaræfingar ,þær voru svo fínar stelpurnar og ánæjan skein úr andlitunum á þeim við að sýna dansana sína. Á eftir að setja myndirnar í tölvuna,Bolli tók video af sýningunni. Og þegar heim var komið drifum við okkur í laufabrauðið. Föstudagskvöldið fórum við hjónin á jólahlaðborð saman hjá Lions. en á laugardagskvöldið fórum við á sitt hvort jólahlaðborðið ég á flugvöllin en hann á Kea. verðum að skipta þessu bróðulega eða þannig og maturinn var dásamlega góður.Og í kvöld hjálpaði ég Bryndísi og Elvari með jólakortinn sín, en ég á eftir að skrifa fyrir sjálfan mig.DCP_0006 Hérna kemur mynd af skautasvellinu í kaupmannahöfn bara smá sýnishorn meira seinna

aðeins af Bryndísi

handahlaup a einni Þessi unga kona er svo ákveðin ef hún ætlar að ná einhverju æfir hún sig þangað til það tekst. eins og þessi mynd sínir handahlaup á einni og annað í þeim dúr.Hún ætlar alltaf að skrifa eitthvað sjálf en er mjög önnumkafin ung dama.Danssýning 17 des og sundmót um helgina,og allt jólaföndrið,veit bara ekki hvar hún á að byrja .

myndirnar komnar

nú er ég búin að setja myndirnar af jólabænum á síðuna DCP_2864 þetta er hellmingurinn og þarna er Bryndís búinn að setja hamstursínu í bæinn.Hamstur greyjið vildi bara vera inn í einu húsinu og áttum við í erfiðleikum að há henni út.Nú er verið á fullu að setja jólaljósin upp ,en eitthvað verðum við að geyma þangað við komum að utan.Nú eru bara 2 dagar,og ligg ég á bæn um að veðrið verði nú til friðs .Mamma og pabbi eru komin og finnst nóg um allar ferðirnar sem farnar eru í leikfimi sund og annað því teingt.Og ekki nóg með það á meðan við erum úti þurfa Elvar og Bryndís að keppa í sundi um helgina Raggi fer á litlujólin  í teawondo og eru þau á Þelamörk og gistir hann þar.svo ekki leiðist fólkinu eða hefur tíma til þess.Skrifa meira seinna og þá kemur kannski ferðasagan með.

Gerárskói myndlistakeppni

Ef þið viljið sjá meira um Glerárskóla og myndlistaverðlaunin farið þá inn á heimasíðu skólans

jólabærinn kominn í gluggann

jólabærinn komin upp í stofuglugganum þetta eru lítil hús sem ég hef safnað síðan ég byrjaði að búa og nú þekja þau 3 metra stofuglugga það eru ljós í sumum húsunum og ljósastaurar en þetta er svo gamldagsbær að það er ekki búið að rafvæða allan bæin. Bryndís er búin að lita vatn undir svellinu sem við settum og lítin læk undir brúnna svo eru jólasveinarnir komnir í bæin og margt annað fólk og glitrandi snjór.MAN3 Ég var búin að skrifa svo mikið áðan en þá vildi bloggið ekki vista alltaf eitthvað vesen með að vista ,segir að ég sé ekki skráð inn en samt stendur að ég sé skráð inn skil þetta ekki.Ragnar er að gista hjá vini sínum og er svo í afmæli hjá honum á morgun. Bryndís hafði vinkonu sína að gista í fyrrinótt og kom hún svo í sveitina með okkur en þær voru orðnar örlítið þreyttar á hvor annnari seinni partin í dag grátið og grátirð svo við flýttum okkur bar heim.Þetta laugardagsnammi er að gera húsmóðurinni óleik í þessu lífsstílsnámskeiði hennar.Börnin tóku allt í einu upp á því að vilja nammi á laugardögum.hu.Og auðvitað getur kella ekki setið á´sér og fengið sér líka hu.CANDY6 Nú líður að utanlandsferð okkar hjóna og virðist veðrið ætla að vera til friðs og express hætt að fljúa í bili. Svo við förum með gamla góða flugfélaginu,að vísu sögðu að það hafi verið sérpöntuð flugvél af því að ég væri að fara, rússnesk gömul vél sem bundin væri saman og blakaði vængjunum bara fyrir mig , finnst ykkur þeir ekki góðir þessar elskurBRD079 En svona eru þeir allir að vilja gerðir til að þóknast skrúbbulínu sinni.Við erum með bjórklúbb í vinnunni ekki vínklúbb svo alþýðleg.Og á föstudaginn var dregið ,vitiði bara hvað ég var í 2 .sæti og vann átta bjórkippur og þetta var sett í 2 haldapoka ,þetta varð ég svo að bera út úr flugstöðinni í allra augsýn enda var starað á pokana ég hef aldrei verið eins fljót að forða mér .hik.Svo nú er bjórskápurinn fullur en ekki ég hik.Sideways Wizard

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband