jæja hvað er títt
15.9.2009 | 15:26
á nú er bleik brugðið hef tekið mér langt frí á blogginu,og fest í leikjum á fésbook eða þannig.
En það hefur verið nóg um að vera hjá mér ferðalög í sumar á vestfirði og Grímsnesið þar átti að vera lunda veisla en eyjamenn voru ekki aflögufærir um lunda en veislan var samt ,fengum lambakjöt í staðin.Bolli varð fimmtugur í ágúst mikil veisla og mikið fjör.Krakkarnir byrjaðir í skólanum.En ég fékk ekki inngöngu í myndlistaskólan er víst of sein að teikna og ekki hægt að kenna mér neitt huhu.Jæja þau um það ég held bara áfram á mínum sniglahraða heima.En andinn lætur bíða eftir sér ,kannski á ég bara að hætta þessu og snúa mér að einhverju öðru.
Pabbi er búinn að smíða dúkkuhús handa Bryndísi,það er eins og lítið einbýlishús,og væri æðislegt að smíða alvöru sumarbústað eftir því,stelpan er alveg í skýjunum með þetta.Og núna hrundi hin tölvan og Bryndís brjálaðist.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Er líka sjaldséð á blogginu. Kom hingað úr póstinum mínum. Hafði fengið famðalga frá þér. Takk frænka.
Ég er allveg eyilögð að heyra að þú hafir ekki fengið inngöngu í myndlistarskólann. Hvað er að þessu fólki?
Bestu kveðjur til þín og þinna frá mér Er á vafra sem gegur mér ekki tækifæri til að nota tilfinninga táknin svo þetta verður að nægja.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 15.9.2009 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.