Komin frá köben
17.12.2006 | 23:11
jæja þá er maður kominn heim eftir dásamlega ferð til Kaupmannahafnar,það var mikið labbað og verslað auðvitar,en ferðasagan kemur seinna. Við vorum á danssýningu hjá Bryndísi í hádeginn sem var alveg frábær fyrst voru smá upphitunaræfingar ,þær voru svo fínar stelpurnar og ánæjan skein úr andlitunum á þeim við að sýna dansana sína. Á eftir að setja myndirnar í tölvuna,Bolli tók video af sýningunni. Og þegar heim var komið drifum við okkur í laufabrauðið. Föstudagskvöldið fórum við hjónin á jólahlaðborð saman hjá Lions. en á laugardagskvöldið fórum við á sitt hvort jólahlaðborðið ég á flugvöllin en hann á Kea. verðum að skipta þessu bróðulega eða þannig og maturinn var dásamlega góður.Og í kvöld hjálpaði ég Bryndísi og Elvari með jólakortinn sín, en ég á eftir að skrifa fyrir sjálfan mig.
Hérna kemur mynd af skautasvellinu í kaupmannahöfn bara smá sýnishorn meira seinna
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Velkomin heim Heiða mín. Það er gott að þú skemmtir þér vel. Átti líka ekki von á öðru.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.12.2006 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.