þetta reddast
3.2.2009 | 22:12
Hérna er Bryndís á uppskeruhátíð Óðins ,hún vann bikar fyrir góða ástundun og framfarir ,veit ekki alveg hvernig hún á að taka þessu.
Ég á eftir að taka myndir af þeim til að senda systur minni ,en þetta kemur,kannski fyrir ferminguna hans Ragnars.Ég er víst full róleg fyrir þessu öllu,á eftir að gera boðskort kanna hvað á að vera á boðstólum,og allt heila galleríið en þetta reddast allt saman,eins og venjulega.
Það er búið að vera svolítið frost hérna ,kannski heldur kalt fyrir minn smekk.Vorum að klára einn áfanga í skólanum og á morgun fáum við loksins að fara að mála með olíulitum vonandi er ég ekki búin að gleyma þessu ,svo er að fara að safna gögnum í ritgerðina, en mér hættir til að gera allt á síðustu stundu þegar ég á að gera ritgerðir enda sofna ég alltaf ef ég á að lesa eitthvað ætli það sé aldurinn þetta nálgalst óðum 100 ára afmælið.........................Bryndís ætlar að hafa afmælisboð á laugardaginn svo nú verð ég að fara að baka vandræði eða eitthvað ....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
æ mig langar svo í ferminguna!
til hamingju með stelpuna og fyrirfram til hamingju með Ragnar
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 07:38
Já hugsa sér, þú ert bráðum að fara að láta ferma. Ég man að það var titringur í mér á undan fermingum strákana minna.
En hvað skólinn þinn hljómar spennandi. Gaman að þú skulir vera að þessu Heiða mín
Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.2.2009 kl. 20:18
Bryndís til hamingju med afmælið i dag og með bikarinn.
Heið það er gott við horf að hugs "þetta reddast" og trúa því að það geri það. þá reddast það. Ef ekki þá er bara að gere eins og þessi dama hérna fyir neðan
Unnur Guðrún , 7.2.2009 kl. 10:58
miðað við lýsingu á henni Heiðu mini í fortíðinni þá hefði hún kanski gert eins og þessi stúlka þarna hjá þér mamma en nú gerir hún bara svona
hihihi....
Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 14:18
ja takk fyrir er búið lika að lýsa æku minni á netinu,og já mig langar oft að gera eins og stelpan sem unnur sendi mér hér að ofan
Laugheiður Gunnarsdóttir, 8.2.2009 kl. 21:18
Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.2.2009 kl. 10:46
TAKK FYRIR MIG
Laugheiður Gunnarsdóttir, 10.2.2009 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.