Alveg á ég dásamlegan pabba.
4.1.2009 | 17:45
Nú erum við bara 3 heima dóttirinn hefur ekki sést í dag Elvar Kári á sundmóti í Reykjavík ,svo frumburðurinn er bara einn hjá mömmu og pabba og leiðist það ekki .'Eg bað pabba að sækja Elvar á flugvöllinn ,þessi dýrðlingur sótti kauða og eitthvað af sundliðinu.Og auðvitað horfði hann á drenginn keppa,Elvar vann til verðlauna og fréttamaður tók viðtal við hann og fleirri ,ef einhver á ekki eftir að segja fréttir þegar hann kemur úf höfuðborginni.Það var eins gott að ég kláraði að mála herbergið hans áður en hann kemur heim.Á bara eftir að útvega honum skrifborð,fórum að skoða en fundum ekkert pabbi hans vill finna stórt borð svo kauði geti nú dundað sér að leira .Það kannski rekur á fjörur okkar síðar ..
Skólinn byrjar á miðvikudag,æi er svolítið kvíðin búin að hafa það allt of gott um jólinn.framhald síðar þegar Elvar Kári er búinn að segja mér fréttirnar.
Unnur myndirnar eru í vinnslu. Og takk pabbi þú átt engann þinn líkann.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með Elvar, Heiða mín og já, hann pabbi þinn er engum líkur enda uppáhaldsfrændi minn.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.1.2009 kl. 18:10
Já afi er meistari!
en vá ELVAR!!! YAY til hamingju!!
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 11:56
Drífa sá Elvar í sjónvarpinu og öskraði á mig en ég varð aðeins of sein að sjá frænda minn. Til hamingju Elvar Kári.
Unnur Ósk , 8.1.2009 kl. 23:38
Til hamingju með Elvar þetta er frábært
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 10.1.2009 kl. 13:05
Já, kæra Laugheiður. Þú átt einstaklega ljúfan og góðann pabba. Hann er líka svo skemmtilegur og gefandi.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 11.1.2009 kl. 00:17
Þetta er nú líka besti pabbinn í heiminum. Og til hamingju með strákinn. Kannski það hafi verið þetta sem mig dreymdi um.
Unnur Guðrún , 11.1.2009 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.