hef ekki skrifað ritgerð í 25ár uff
5.11.2008 | 21:46
já nú var bleik brugðið ,í dag átti ég að halda fyrirlestur um Michaelangelo,og var einn fyrirlestur á undan mínum ,ég var alvarlega að hugsa um að hlaupa út,hvernig átti ég að segja svona mikið eins og sú sem talaði á undan ,var komin með hjarsláttartruflanir magapínu og leit angistarfull á kennaran átti ég að segja svona menningarlega frá æi ó mig auman.En ég veit að konan sem byrjaði er vön að tala og segja frá og lesið mikið og veit um allar þessar stefnur og áttir í listum.Nú var ég orðin alvarlega hrædd svitin spratt út á enninu á mér hvar átti ég að fela mig . En enginn miskun hjá Arnfríði ég skildi lesa fyrir þau og útlista mína ritgerð ,stamandi og hikstandi blaðraði ég og sýndi myndir höggmyndir og málverk .Svo fór þetta að ganga betur og það hafðist allir köppuðu og ég settist skjálfandi á beinunum.Spurði svo sessunaut minn skilduð þið eitthvað af þessu , jú jú Heiða mín þetta var gott hjá þér.Vonandi er langt þangað ég þarf að gera þetta aftur svona leið mér .
En hérna eru nokkrar myndir úr ritgerðinni.
sixtínskapellan í róm Davíðsyttan sem michelangeloér frægarur fyrir.
Móðursorg.Michaelangelo fékk harða gagnrýni fyrir hvað María var ungleg en þá svaraði hann" sú sem syndlaus er eldist ekki " og þá gátu menn ekki sagt neitt við því.
falleg mynd og skapgerð fólksins er svo auðsæ.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég veit að þú hefur staðið þig eins og hetja.
Þú eins vissir að þú varst skjálfandi á beinunum. 
Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.11.2008 kl. 23:53
Mikael A er snillingur það er til bók á Amtinu um stytturnar hans sem er mjög gaman að skoða gangi þér vel
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 6.11.2008 kl. 21:09
þakka hughreystinguna ,jú þetta gekk ágætlega bara smá stress í minni
Laugheiður Gunnarsdóttir, 8.11.2008 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.