Er enn hér og líður bara vel
4.11.2008 | 22:40
jæja nú hef ég ekki skrifað lengi það er svo gaman í skólanum að ég gleymi mér alveg, var að klára ritgerð um meistara Michaelangelo, og á að skila henni á morgun og halda fyrislestur líka um karlinn ,cool eins og krakkarnir segja.
Nú erum við að teikna lifandi módel ekki beinagrindur og er það mikið skemmtilegra og ekki er það verra að hafa svona hressan kennara.Er alveg eins og flautaþirill um stofuna til að leiðbeina okkur treggáfuðu nemendunum. hahahhahhhahahhhhhhhAAAAAAA.
Hérna gengur allt vel ,allir hressir Bryndís nýkominn af sundmóti,ah hún ætlar að blogga um það. en það var þreyttur lílill angi sem kom heim frá Reykjavík á sunnudagskvöldið,.Elvar Kári er kominn í annan sundhóp upp í Akureyrarlaug og með nýjan sundþjálfara ,og er ekkert mál að fara á æfingar núna, enda skipaði gamli sundþjálfarinn hans einn úr nýja hópnum sérlegan verndara Elvars. Það er svo gaman að sjá hvað hann blómstrar þarna og pabbi hans var undrandi hvað hann synti eins og berserkur án þess að kvarta á fyrstu æfingunni.Og segir þjálfarinn að þetta lofi góðu, og á fimmtudögum þarf hann að fara í teygju æfingar frá 19 -20 , bara skrið á mínum . Set myndir inn seinna þarf að vakna snemma í fyrramálið vinnuvika..
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gaman að heyra frá þér elsku frænka. Gott að þú nýtur þess svo vel að vera í skólanum. Það er örugglega meira gaman að teikna lifandi módel.
Alltaf er Bryndís svo dugleg í sundinu og gott er að Elvar Kári sé ánægur í Akureyrarlaug.
Ég er svo montinn af því ég a að syngja sóló í nokkrum línum í kórlagi á jólatónleikum skólans. Stolt eins og barn
Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.11.2008 kl. 22:47
gaman að heyra að þú hafir það gott, auðvitað er skemmtilegra að teikna lifandihluti en þá dauði ;)
Gaman að heyra að Elvari gengur vel og hlakka til að lesa um sundbloggið hennar Bryndísar
kveðja Inga pinga
Inga Dögg (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 12:24
já svo er módelið glaðlegra en beinagrindin
Laugheiður Gunnarsdóttir, 5.11.2008 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.