allt í ......og þó
27.9.2008 | 17:16
Allt gengur vel í skólanum ,fórum á Safna safnið á fimmtudaginn sem var aðleg rosaleg gaman,safnvörðurinn gaf skólanum 60 bækur ,vegna þess að skólasafnið brann allt og við erum að safna aftur listabókum.
Við eigum að nota Sögu listarinnar eftir EH Gombrich en þessa bók fáum við ekki á Akureyri ,svo ég fór á netið og sá að hún er til hjá bóksölu stútenta,svo mín ætlaði að panta eitt stikki en það gekk nú ekki þrautalaust fyrir sig því alveg sama hvað ég gerði þá passaði ekki lykilorð eða email ,svo ég hætti við allt saman ætla að reyna aftur eftir helgi . En það er alveg frábært að eiga nota bók sem er uppurinn í forlaginu og ekki vitað hvort eða hvenær hún verður prenntuð aftur..
Mér finnst stundum skrítið hvernig maður getur verið einn þó maður sé innan um fullt af fólki,tilfinning sem kemur oft upp.Eins og ég ætti ekki að vera á staðnum og haldið í fjarðlægð.Já skrítin hugrenning .
´Skólinn er alveg yndislegur og bekkjafélagarnir smella óvenjuvel saman þó að aldursviðið sé frá um 20 til 60 ára ekkert vesen mikið hlegið og umræðurnar fjölbreyttar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.