ferðahugur

Jæja nú er komið að þessu ferðalagi okkar og er spenningurinn í unga fólkinu orðin mikill.Fór með Bolla og hann keypti sér föt fyrir ferðina(svört að sjálfsögðu) hann er lítið fyrir litadýrð vill helst bara svört föt annað en  frúin vil hafa litadýrð í kringum sig .Bolli .Ragnar Mágur hans og vinur fóru á sjó í dag,nú er Raggi orðin svo fullorðinn að pabbi hans vill hafa hann með sér í svona ævintýri,ætluðu að veiða í soðið .Bryndísi lánaði ég út í sveit því frænda hennar leiddist að hafa engan hjá sér svo hérna erum bara ég og Elvar o jú auðvitað kötturinn og restin af dýragarðinum okkar,hérna er steikjandi hiti og notalegt.Ástralíu fararnir eru nú sennilega í góðu yfirlæti á ströndinni þessa stundina ætluðu í smá ferðalag í nokkra daga,brúðkaupið var víst æðisleg flott og gekk vel þannig að nú er hún Kristjana harðgift kona ,læt hana um að segja frá .

Nú líður hratt að skólagöngu minni er komin með svolítin hnút í mallan,en þetta verður örugglega alveg frábær vetur.Fékk skrítið símtal í gær sölumaður að selja öryggiskerfi,ég bað hann að hringja aftur í dag eftir að ég hefði talað við Bolla,en hann mundi ekki í dag við hvort okkar hann talaði við skrítið .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur Ósk

Hlakka til að heyra eitthvað úr brúðkaupinu og frá þeim þarna hinu megin á hnettinum.

Var að reyna að senda þér póst á simnet netfangið þitt, ertu kannski komin með annað? Þar sem þú ert eini tengiliðurinn enn á landinu í þessari fjölskyldu þá vantar hana móður mína netföng hjá systkinum þínum og frændsystkinum til að geta boðað alla í árlega lundann.

Gætirðu kannski hringt í hana Pálínu og slengt í hana netföngum. Viltu vera svo væn.

Hafðu það nú reglulega gott í sumarfríinu og þið öll. 

Kveðja Unnur Ósk 

Unnur Ósk , 25.7.2008 kl. 00:31

2 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

ég ætla að athuga hvað ég er með af nefföngum þessara ættingja minna er aðalega með bloggið þeirra en einhverstaðar leinist þetta hjá mér.

Laugheiður Gunnarsdóttir, 25.7.2008 kl. 12:24

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Góða ferð Heiða min. Gaman að heyra um Ástralíjufarana. Ég hlakka til að heyra um þetta allt. Hafðu það gott.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.7.2008 kl. 10:47

4 Smámynd: Unnur Guðrún

  

Unnur Guðrún , 4.8.2008 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband