Ferðalag og kviknaði í skólanum ´mínum
1.7.2008 | 19:45
Það er nú aldeilis loksins þegar ég innrita mig í myndlistaskólan þá kviknar í skólanum, er þetta eðlilegt hver stendur fyrir þessu ég bara spyr.En þeir eru nú bara bjartsýnir að lagfæringar verði búnar í haust. Eins gott.
Nú erum við búin að kaupa far til Danmerkur og smá skreppu til Noregs til systu ,ég ætlaði að fljúga fyrst til danaveldis beint frá akureyri með express en frá Noregi með flugleiðum til Keflavíkur og taka tengi flug til akureyri. En guð hjálpi mér farið frá noregi var dýrara en báðarleiðir til og frá akureyri ,til danmerkur .Hverslags verðlag er þetta, svo við verðum bara að fljúga til danaveldis og skerppa með ferju eða lest til noregs vonandi er það ódýrara allavegna verður þetta mikið ævintýri .Fjölskyldan öll að fara saman í ferð í fysta skiptið . Í dag vorum við að sækja um vega bréf handa krökkunum auðvitað fór ég ein með þeim á sýsluskrifstofuna en varð auðvita að hringja í Bolla ,hann þurfti líka að skrifa undir svo þetta gengi rétt fyrir sig.Strákarnir voru ´hæðarmældir og öll mynduð þá kom í ljós að Ragnar er búin að ná pabba sínum í hæð báðir 171 cm það hlakkaði verulega í Ragga en Bolli sat eftir með sárt ennið litla barnið hans var búin að ná honum
Svo fórum við að borða á Litlu kaffistofunni allir ánægðir ,nema Elvar sá ekkert sem honum langaði í en kokkurinn reddaði því á augabragði og Elvar fékk franskar kartöflur og þá var brosið límt á hann eftir það.Síðan voru keyptir litlir bakpokar í flugið og stuttbuxur á karlpeninginn og kjóll á prinsessuna ,mamma gamla fékk ekkert huhu.Mestar áhyggjurnar eru hvað á að gera við Mjása á meðan við erum í útlöndum,ætli maður verði ekki bara að klæða hann í barnaföt og smygla honum með sér? ?
Haldið þið að það gangi hahahahhhahhahahahhahhihihihihih
Nei bara grín hjá minni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
kvitt fyrir innliti.
Ólafur fannberg, 1.7.2008 kl. 22:34
hæhæ! leiðinlegt með skólann en vonandi gengur það fljótt!
hvenær ferðu til Norge?
knús!
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 09:17
Góða ferð til danmerkur... Noregs eða hvernig er þetta?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.7.2008 kl. 15:34
Við förum til Danmerkur 27 júlí og síðan til noregs 2-4ágúst og síðan aftur til danmerkur síðan heim.Eigum eftir að athuga hvernig við förum frá danaveldi til noregs
Laugheiður Gunnarsdóttir, 3.7.2008 kl. 21:22
Kviknaði í skólanum. Ja, hérna. Góða ferð Heiða mín.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.7.2008 kl. 23:07
knús frænka mín, ég skal reyna að róa mig hehe
ertu viss um að ég leyfi þeim að fara til baka? ég fel miðana þeirra hehehe
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.