Verðandi sunddrottning eða hvað
16.2.2008 | 22:29
Bryndís er búin að hringja nokkrum sinnum síðan í gær úr reykjavíkini.Hringdi í kl 7.30 í morgun til að segja mér að hún væri að fara keppa.Þá sendi ég pabba sms og karl dreif sig á sundmótir og var allan daginn og nokkuð hreikin afi sem hringdi í mig seinni part dags,stelpan hafði verið fyrst í nokkrum greinum og staðið sig eins og hetja og fékk að sitja í fanginu hans afa milli þess sem hún brunaði yfir laugina.Síðan hringdi hún þegar hún var búinn á mótinu og var að vonum nokkuð lúin,og saknaði mömmu sinnar og aftur hringdi hún um níuleitið og var þá orðið illt í maganum og búin að fá nóg af þessu ferðalagi ,en ætlaði að fá nudd hjá þjálfaranum sínum svo hún gæti sofnað.
Við fórum í sveitina og skoðuðum skellinöðruna sem Bolli fékk í staðinn fyrir gamla vinnubílinn, svo nú er maður búin að fá farartæki til að fara á í vinnuna i sumar gaman hjá minni þetta er 3 ára hjól ,get ekki beðið eftir að fá að prófa ,bóndinn vill ekki leyfa mér það meðan hálkan er ekkert gaman.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.2.2008 kl. 22:39
Ég kom til pabba þíns og mömmu í gær og frétti af litlu frænku. Dugleg stúlkan sú, syndir hraðar en mikið eldri stelpur og fer bara ein á mótið,með þjálfaranum reyndar og krökkunum en ekki gætu allar 9 ára stelpur þetta. Til hamingju með hana og já það verður nú gaman hjá þér að bruna á hjólinu.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.2.2008 kl. 18:31
já nú fæ ég mér eldrauðan hjálm fyrir sumarið .Litla sponsið stóð sig með sóma
Laugheiður Gunnarsdóttir, 18.2.2008 kl. 18:23
Til hamingju með Bryndísi!!!! knús ti hennar!!
gaman með mótorhjólið!! yay!!
x
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 05:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.