Leir og svæðanudd
26.1.2008 | 23:44
Fórum á fyrsta þorrablótið í gærkvöldi og var þetta bara notarleg kvöldstund þó erfiðlega gengi að koma karli í rúmið eftir blótið .
Fór í leirgerð til Sigrúnar vinkonu sem er með lítið stúdíó í skúrnum hjá sér , hún bauð okkur í saumaklúbbnum á smá námskeið og er ég alveg forfallin fyrir þessu þetta að malla í leir og móta er alveg æðislegt, nú á bara eftir að brenna leirin og svo getum við farið að mála hann.
Bryndís fékk nýtt prinsessurúm og hefur bara sofið í sínu rúmi síðan og nú þarf ég ekki stiga til að breiða ofan á hana.
Svæðanuddið gengur alveg rosalega vel hjá Elvari og ætlum við að halda áfram því að árangurinn er alveg frábær , en síðasti tími var víst svolítið erfiður fyrir hann tilfinniningalega en honum leið mjög vel eftir á.Gat aðeins losað um sínar tilfinningar.
Næstu helgi fer Ragnar á Bikarmót á Selfossi og vona ég að færðinn verði til friðs og hálfum mánuði seinna fer Bryndís á sundmót í Hafnarfirði og í millitíðini fer Ragnar á Reykjaskóla í 5 daga nóg að gera hjá þeim en Elvar verður bara í dekri hjá mömmu og pabba og Mjásu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
hæ
óska Brynku babe til lukku með sundmótið og vonandi skemmtir Raggi rúsína sér vel í Reykjaskóla!
xx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 01:07
Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.1.2008 kl. 12:36
Alltaf allt á fullu krúsidúllurnar mínar
Unnur Guðrún , 27.1.2008 kl. 17:57
Elskan mín, veðrið á Selfossi um næstu helgi verður æði. ÉG verð á svæðinu . Það er greinilega nóg að gera á þínum bæ.
Kristín Magnúsdóttir, 27.1.2008 kl. 20:40
já nokkuð erillsamt
Laugheiður Gunnarsdóttir, 27.1.2008 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.