Meira baslið
22.1.2008 | 15:31
Ja nú er sögu að segja ,síðasliðin föstudag fórum við hjónin að versla okkur inn eitt stikki sófasett,og allt í lagi með það.En þurftum að fara tvær ferðir með sófana, en nú kárnaði gamanið þetta var bíþungt helv..... og mínir aumu handleggir rétt roguðu þessu með karlinum auðvitað upp að dyrunum, svo komumst við ekki lengra ,í því kemur vinkona okkar ég spjalla aðeins við hana og ætlaði síðan að fara með karli að sækja hinn sófan en ég var skilin eftir í reyðileisi horfði á eftir karli bruna burtu með kerruna,ja þá beið ég bara. Svo kom hann aftur og við fórum að bisa við að koma þessu inn en gekk illa sófinn var svo breiður við íttum og íttum ekkert gekk síðan var hurðin á ganginum tekin af hjörum þokaðist aðeins lengra svo voru skáparnir á ganginum færðir þá fór þetta að ganga aðeins betur og svo var auðveldara að koma minni sófanum inn en þá átti eftir að taka utan af herlegheitunum ,og viti menn Bolli rak augun í að grindin undir sófa nr 1 var bogin þá´hófst myndataka ætla ekki að lýsa henni guð þessi karl minn ...... Nú svo var stássið komið á sinn stað settumst við hjónin í sitthvor sófan og litum á hvort annað og sögðum við getum ekki meira,þá átti eftir að laga til í stofunni til að allt færi vel.Og ég sagði að það væri eins gott að það væri gott að sitja í þessu eftir allt erfiðið.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég segi bara til hamingju.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.1.2008 kl. 17:59
já ekki smávesen að kaupa sófasett. Okkar komst ekki inn um útidyr blokkarinnar svo að það varð að taka svalarhurðina af og þannig komst það inn. En mikið var ég glöð þegar ég var búin að kaupa þetta sett því ég hafði þráð nýtt sett í mörg ár. Hitt varð bara allt í einu svo ljótt og slitið. Til hamingju með settið
Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.1.2008 kl. 18:47
hahaha jæja það er nú gott að þið getið setið og hvílt ykkur í nýju sófunum núna!
knús!
x
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 21:37
Til hamingju dúllan mín langþráður draumur að rætast.
Unnur Guðrún , 25.1.2008 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.