smá skrif
27.9.2006 | 17:59
Nú hef ég ekki skrifað í nokkra daga, mamma og pabbi hringdu í gær frá Benedorm, mamma er eins og brunnin pönnukaka og pabbi eins og rautt epli að eigin sögn þau eru mjög ánægð með dvölina og eru að koma til landsins á morgun. Bryndís fór í blóðprufur í gær, og var mér sagt að það gæti tekið margar vikur að fá úr þeim, en það var hringt áðan og það er allt í lagi með blóðið núna, svo öllum áhyggjum er af manni létt.
.Í gær var starfsmannafundur með flugmálastjórn,og við látin vita að við höldum vinnuni og allt voða spennandi framundan gott hjá þeim.Bolli er upp í Garðsárdal í vatnsveituframkvæmdum,og laga veg þar ,svo þetta gangi betur. Í gær vildi svo illa til að maðurinn sem var að hjálpa honum fór úr axlalið, datt afturfyrir sig.Svo nú er minn karl einn þarna og er maður ekki alveg í rónni yfir því.Elvar fór til tannlæknis í dag sem er nú ekki óvanalegt. en að hann mætti ekki borða í tvo tíma á eftir var nú ekki alveg eftir hans höfði.Enda matmaður mikil.Það er þoka og smá raki í lofti.Það er svo gaman að fylgjast með Bryndísi og vinkonum hennar þær geta endalaust rifist um svo mikla vitleysu að það er leytun að öðru eins.Seini bróðir er kannski að koma norður á næstunni,eitthvað að vinna,svo það verður nú smá tilbreyting fyrir okkur .
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gott að heyra að pabbi og mamma þín eru ánægð og eru að koma.Gott að heyra um blóðprufur Bryndísar. Leiðinlegt með manninn sem vinnur hjá Bolla og gaman að Steini er að koma.Og gott að þú heldur vinnunni. Ég hef verið að skrifa upp bréf frá ömmu okkar sem ég birti bráðum og vona að þú og okkar fólk hafi gaman af. Þau eru til mömmu. Yndisleg bréf. Bestu kveðjur Jórunn frænka xx
Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.9.2006 kl. 18:27
hæ hæ!
kvitt! knús! knús!!!
xxx
Kristjana
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.