Sýna þakklæti ,þakkir eru kremið á köku lífsins

Þetta sendi góð kona mér einu sinni,og mér fannst þetta sniðugt.

  • Hlustun
  • Þegar ég bið þig að hlusta á mig
  • byrjar þú að gefa mér ráð
  • hefur ú ekki orðið við bón minni.
  • Þegar ég bið þig að hlusta á mig
  • og þú byrjar á því að segja mér
  • að líðan mín ætti að vera öðruvísi,
  • þá ertu að troða á tilfinningum mínum.
  • Þegar ég bið þig að hlusta á mig
  • og þér finnst ú verðir að"gera"eitthvað
  • til að leysa mín vandamál,
  • þá hefur þú brugðist mér. skrítið ekki satt?
  • HLUSTAÐU! Allt sem ég bað um var að þú hlustaðir.
  • Ekki tala eða gera-bara heyra.
  • Ráðleggingar eru ódyr lausn.
  • Ég get gert hlutina sjálf;ég er ekki ósjálfbjarga;
  • Kannski kjarkminni og óstyrkari,en ekki ósjálfbjarga.
  • Þegar þú gerir eitthvað fyrir mig sem ég get gert og verð að gera sjálf,
  • þá leggur ú  fram þinn skerf til að auka ótta minn og veikleika.
  • Ef þú einfaldlega viðurkennir líðan mína, hversu óskynsamleg sem
  • hún er, þá get ég hætt að reyna sannfæra  þig,
  • snúið mér að því sem máli skiftir og reynt að skilja ástæðuna fyrir
  • líðan minni.
  • Þegar það er ljóst, eru svorin augljós og ég þarfnast
  • ekki ráðlegginga.
  • 'Óskynsamleg líðan hefur merkingu þegar við skiljum hvað liggur að baki.
  • Ef til vill er það þess vegna sem bænin hjálpar,stundum,fyrir suma,
  • vegna þess að guðirnir eru hljóðir.
  • Þeir hafa ekki ráð á reiðum hondum og reyna ekki að "redda" hlutunum.,,Þeir "hlusta bara og láta þig finna leið.
  • Þess vegna bið ég þig að hlusta og heyra.Ef þig langar að tala,hinkraðu þá augnablik,og ég skal hlusta á þig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband