Ein rós getur valdið ýmsu á heimilum húsmæðra þessa dagana

Nú er smá pása krakkarnir á æfingu og þögnin yndisleg.Mér var boðin meiri vinna á flugvellinum að þrífa morgunvélina fyrir flug á morgnana,sem mér líst ágætlega á,en þá þarf´ég víst að vakna aðeins fyrr eða um kl 04 suma daga og kannski má í vetur þrífa eftir kl 14 því þá er vélin ekki í notkun, þetta er í athugun.Núna skín blessuð sólin og aðeins farið að ylja hérna á kalda norðurlandi.

Eina skemmtilega sögu verð ég að segja ,í gær rétt fyrir kvöldmat er hringt dyrabjöllunni,sem er kannski ekki til frásagnar en Bryndís fer til dyra ,kemur til baka sposk á svip og segir :mamma það er maður með rós að spyrja eftir þér,við vorum að borða ,svo stend ég upp frá borðum og fer til dyra jú þarna er skælbrosandi ungur maður í jakkafötum og spyr hvort ég vilji ekki þyggja rós af honum jú jú segi ég og svo spurði hann hefur þú lesið stefnu Samfyllkingarinnar jú eitthvað hafði ég lesið um það viltu þá ekki fá penna með rósinni og þakkaði fyrir sig.Frúin fór auðvitað skælbrosandi og ánægð inn ekki á hverjum degi sem ungir og myndarlegir menn vilja endilega gefa mér Rós.Ég finn vasa fyrir rósina og kem henni fyrir .þá segir Bryndís mamma ætlarðu á stefnumót með þessum manni ha sagði ég en þá sagði Bolli 'Eg er farinn ,auðvitað sármóðgaður.Þarna hafði Samfylkingin næstum hjónaskilnað á samviskunni,en rósin er falleg og bóndinn fór ekki og hvað ég kýs veit ég samt ekki.Devil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Hahahaha. Aumingja Bolli. Oddur fékk líka rós en það voru nú engin vandræði á þeim bæ. Engin gefur mér rós. Knús.Er enn hlæjandi.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.5.2007 kl. 17:48

2 identicon

hahahaha

knús frænkan mín

xxx

ps: segðu Ellanum mínum ég sakna hans líka xxxx

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 21:46

3 Smámynd: Unnur Guðrún

 sú stutta snökk eins og venjulega. Og Bolli jafnar sig fljótt. Vonandi þarft þú ekki að vakna svona snemma til að þrífa.

Unnur Guðrún , 11.5.2007 kl. 03:29

4 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

Já það er búið að gera mikið grín að þessu öllu en það þarf víst meira til að hann  Bolli minn móðgist við sína spússu ,þessi elska.Já Bryndís kann að svara fyrir sig og er snögg að .En nú er hún ekki ánægð því hann Eiríkur hennar komst ekki áfram og sendi hún þessum þarna í Finnlandi kaldar kveðjur og mikið táraflóð.Með vinnuna er kannski hægt að vinna þetta líka eftir síðasta flug á kvöldin,allt í athugun,

Laugheiður Gunnarsdóttir, 11.5.2007 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband