smá af akureyris

Það er búið að vera sumarveður þessa dagana og í gær vorum við í sveitinni að gá að trjáræktinni og hafa blessuð tréin komið vel undan vetri,Bolli var að fylla skurðina af heyrúllum enda ætlar hann að loka þessum skurðum og er langt komin með að fylla þá.Þegar við vorum út á túni kom ísbíllinn og þá fannst manni sumarið væri komið,nokkurs konar sumarboði.Svo náðum við í fellihýsið og bjuggumst við að það angaði af fjósalykt en viti menn ekki smá þefur .Og allir eru mjög spenntir að fara í sumarfrí.

Nú erum við 3 systkinin byrjuð að blogga og þá er hringurinn að lokast og ég fæ fréttir úr öllum heimshornum,en það verður víst bið á því að stóri stóri bróðir byrjar að blogga,honum fynnst þetta eins og sveitasími.

Elvar er að byrja með sumarofnæmið og er bara slappur með þessu,svaf í mest allan dag og fer því ekki að sofa fyrr en  undir morgun ef ég þekki hann rétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Her er byrjaður að blogg og hvar ? Eða heldur hvor frændi minn og hvar finn ég hann?

Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.5.2007 kl. 22:50

2 Smámynd: Unnur Guðrún

Nú þurfum við bara að fá restina inn á bloggið. Sveitasími eða ekki þetta er nú bara svo gaman og einhverjir verða að halda henni gróu lifandi. þú þarft að taka mynd af skógræktinni svo ég geti fylgst með.

Unnur Guðrún , 3.5.2007 kl. 04:50

3 identicon

jú endilega plata Ármann frænda í þetta líka!!

 xxx gott að veðrið sé svona hlítt

xxx

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 07:52

4 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

Jórunn hann steini bróðir minn er byrjaður að blogga og þú finnur hann hérna á síðuni hjá mér en við eigum eftir að plata ármann hihihihihihihih

Laugheiður Gunnarsdóttir, 5.5.2007 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband