Fjörlegur skírdagsmorgun og málshættir
5.4.2007 | 12:17
Eitthvað er netið að stríða mér nær ekki sambandi og annað í þeim dúr. En haldiði að það sé munur að skrifa bloggið sitt við dillandi músik frá eiginmanninum og fjörið svo mikið að fingurnir dansa á takkaborðinu og langar helst til að fara að dansa,held að hann sé að spila úr sér þynnkuna eða þannig var nefnilega á Lionsfundi í gær hihihih.en gaman að hafa músikina svona beint í æð.
Ég fann nokkra gamla málshætti sem mamma hafði safnað og enduðu hjá mér með páskaskrauti sem hún gaf mér.
Blindur er bóklaus maður.
Aldrei kemur góður dagur of snemma.
Elska dregur elsku að sér.
Góðleiki er mál sem mállausir geta mælt.
Það er frábær hefnd að fyrirgefa.
Þeir gusa mest sem grynnst vaða.
Barn segir jafnan sannleik.
Hamingjusamt hjónaband er hús sem reisa verður daglega.
Góðverk liggja í þagargildi,illverk æða um allar götur.
Betra er autt rúm en illa skipað.
Þolinmæði hefur maður mesta þörf fyrir þegar hún er að verða búin.
Augu ei leyna ef ástin er heit.
Jafnan er hálfsögð saga er einn segir.
Fögur orð ginna glópinn.
Á fleiru er fagur litur en gulli.
Það er erfitt að biðjast afsökunar ,en það borgar sig.
Ekki voru málshættirnir fleirri í bili en gaman af þeim og flestir komu þeir úr mónu eggjum en þeir fyrstu úr nóa eggjum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:05 | Facebook
Athugasemdir
Góðir málshættir en er númer 4 ekki eitthvað skrítinn, gæti vantað einn staf í síðasta orðið? - nei ég bara spyr....
Unnur Ósk , 5.4.2007 kl. 22:32
jú það vantaði einn staf takk fyrir ábendinguna ,þetta kom frekar illa út en ég er búin að bæta úr því
Laugheiður Gunnarsdóttir, 5.4.2007 kl. 23:07
Ég komst heldur ekki í samband áðan. Þufrti einu sinni enn að fara í controlpanel. internet options og breyta .ar og þá komst ég í samband.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.4.2007 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.