félagsmiðstöð og dýragarður

Nú er heimili mitt að verða að félagsmiðstöð ,Bolli sagði í morgun maður vaknar við þær á morgnana og sofnar við þær á kvöldinn ,hann meinti vinkonur Bryndísar,þær væru hér allan sólarhringin ef þær væru ekki sóttar öðru hverju af foreldrum eða systkinum sínum.Ætluðu allar að gista í gær en svo var einn pabbin að fara á sjó og mamman að fara að vinna svo allar tíndust þær heim í þetta skiptið en snemma í morgun voru þær allar komnar aftur og eru að klára matin úr skápunum hjá mér.Bræðurnir eru nú ekkert of hrifnir en urra bara í hljóði.

Það var mikið rok í nótt og erfitt að sofna en að lokum gekk það nú er sól og vindur og ég nenni ekki að gera neitt ,ætlaði að fara að ganga frá þvotti oj nenni því ekki sit hér bara og leik mér með Vamba hamstur mér við hlið og Jósefínu páfagauk kirjandi frammi,ég fór að hugsa þegar ég var að kaupa fóður handa dýrunum um daginn hvað heldur afgreiðslufólkið eiginlega,því ég keypti fiskamat ,hamstramat ,fuglamat og hundanammi og meðal í eyrun á sveigi,já sagði ég eins og þú sérð er ég með dýragarð heima hjá mér ,já sagði afgreiðslumaðurinn og bauð mér 25 kílóa sekk með fóðri handa hömstrunum og hló.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur Guðrún

það hafa löngum loðað við þig dyrin og virðist sem dýr ættarinnar endi hjá þér

Unnur Guðrún , 4.4.2007 kl. 12:21

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já, dýravinur ert þú. Barnavinur líka en er það nú ekki of mikið að þú fæðiralla krakka nágrennisins.

Man þegar, jú er reyndar ennþá hálfgert barnaheimili hjá mér líka. Kanski vilja þau bara vera hjá okkur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.4.2007 kl. 18:14

3 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

já og nú er ég í ónáð því ég vildi ekki leyfa  þeim að gista líka,er bara búin að hafa þær síðan 9 í morgun og nú leyfi ég aldrei neitten það eru víst takmörk einhverstaðar er ekki svo.Já dýrin í ættinni vilja líka enda hjá mér fuglar og hundar svo bæti ég nú líka við stundum fiskum og hömstrum  kannski ég ætti að fá mér kýr,því einhverstaðar á ég nú kindur í pössun þá vantar bara hesta kannski seinna. páskakveðjur

Laugheiður Gunnarsdóttir, 4.4.2007 kl. 19:54

4 identicon

hey hey ef þú ætlar að stofna dýragarð þá kem ég í vinnu!

hihi

knús frænka!

xx

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 11:56

5 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

sjálfsagt frænka starfið býður eftir þér þegar þú kemur til Íslands

Laugheiður Gunnarsdóttir, 5.4.2007 kl. 12:41

6 Smámynd: Unnur Ósk

Nei Heiða mín þú ert ekki sú eina sem ert með dýragarð heima hjá þér, trúðu mér, þeir eru mjög margir og þetta fólk setur matinn á diskinn minn.  Takk fyrir það. 

Kveðja UÓK 

Unnur Ósk , 5.4.2007 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband