fór á námskeið hjá Flugstoðum
21.3.2007 | 19:15
já mín var á námskeiði í morgun í já haldiði í ykkur andanum flugvallaraðgengi og hana nú .
Það á að setja lása og aðgangskort á fólkið og takmarka umferð um flugvöllinn,svo verðum við að bera aðgangskort,og sérstaklega þegar millilandaflugið byrjar,og í morgun vorum við frædd um allt þetta ,ég hefði sagt að þetta væri fyrirlestur,því það talaði bara einn maður og syndi myndir og texta og við hálf sváfum yfir þessu en þetta var röskur drengur úr höfuðborginni og þeir geta nú talað hratt,eins og til dæmis hann Steini bróðir enda sölumaður ,en sem sagt fljótur að hespa þessu af og við öllu fróðari um flugvallaröryggi og aðgengi gul svæði blá og rauð og fjólublá hreina farþega og óhreina,já svona er nú talað um farþegana,en ekkert bull hreinir farþegar eru þeir sem búið er að vopnaleita og skyma farangur .Sjáið hvað ég er orðin fróð um allt þetta .hiÞví þetta verð ég víst að vita því þó að ég sé í ræstingunum er ég stundum notuð í öryggisgæslu,þá verður að vopnaleita mig og skyma.oft og mögum sinnum því oft verð ég að ná í eitthvað fram á óhreinasvæðið oooooo þetta er alveg nóg um þetta.
Bekkurinn hans Elvars fór út að borða á Strikið seinnipartin og mátti fjölskyldan koma með þetta var mikill fjöldi hafði skráð sig 85 en mætti samt yfir hundrað manns þetta eru tveir 4.bekkir og hefur aldrei verið svona góð mæting á nokkuð sem bekkjaráð foreldra hefur gert hingað til .En þetta var gaman og allir nutu sín. Í gær fór Glerárskóli eða nemendur og kennarar í Hlíðarfjall og komu flestir ánægðir heim.slys urðu þó á 2-3 krökkum einn fótbrotnaði og einhver höfuðhögg,en af 430 manna skóla er kannski ekki mikið þó að einhver meiði sig.
Raggi fór í beltapróf í tewondo´um helgina reyndi að ná bláabeltinu með rauðri rönd, en féll á armbeyjunum,það ver frekar sorgmæddur drengur sem kom heim ,en getur tekið upp í sumar ef Þjálfarin að sunnan kemur og er með æfingarbúir eins og til stendur.Svo er ég að prófa danska kúrin og gengur ágætlega ,en aldrei hef ég nú fyrr verið skömmuð fyrir að borða of litla fitu já fitu því hún er nauðsinleg,þetta er mesta hátiðar fæða sem ég hef kynnst og líður bara annsi vel ,svo að þetta óvelkomna lýsi rennur í smá dropum af mér ...
Í gær komst ég í ham og ærðist í eldhússkápunum og þreyf þá ,það var ekki vanþörf á hvað er maður að gera með allt þetta í skápunum hjá sér við notum þessa hluti aldrei svo ýmislegt fauk í ruslapokan og fleirra á eftir að lenda í ruslinu ,nei ekki karlinn hann er nú svo mikið krútt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég ætlaði eimintt að segja að kallinn sem er í blollakápnum fengiíklega að vera þar. Jæja þú tókst þða af mér. Leiðinlegt að Raggi skyldi ekki ná profinu en hann nær næst. Knús af sunnan.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.3.2007 kl. 19:59
æi það var leiðinlegt með Ragnar.... hann nær þessu næst! knús!
og þú dugleg að laga svona til! við getum ekki beðið eftir að allt sé komið í kassa og þá getum við þrifið (ég) almennilega!
knús og kossar!
x
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 21:42
oh ég gleymdi einu, millilanda flug á Akureyra velli! hvert?
Michael verður ánægður með það því hann ættlar að setjast að í endanum á firðinum þegar hann er gamall (ekki langt í það hehehe) og vera einbúi! (veit ekki hvað ég ætla að gera.... kanski ég komi bara til þín...) knús
xxx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 21:44
Bara komin vorfílingur í mína það er mikið að börnin og bolli eru ekki komin í ruslapoka líka. Fyrst bílskúrinn og svo eldhúsið. Annast var ég að skoða síðuna hennar Kristínu Helgu og myndin af henni er ótrúlega lík Bryndísi.
Nornarkveðjur úr ömmuskógi
Unnur Guðrún , 22.3.2007 kl. 07:55
Kristjana mín við Akureyringarnir erum svo menningarlegir að á sumrin bjóða Flugleiðir og Icleland Express upp á flug til Danmerkur og Englands og fleirri staða og svo ætlar flugleiðir að vera með tengiflug til Keflavíkur svo meningarleg.
Laugheiður Gunnarsdóttir, 22.3.2007 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.