Sveigur í dekri
18.3.2007 | 21:47
Héðan er allt gott að frétta af snjóalandinu,Bolli og Jónína komu með flugi í kvöld,því það var ófært yfir heiðarnar.En gott að fá þau heim. Sveigur var hjá okkur um helgina og það var dekrað við blessaðan karlinn farið með hann oft út að pissa og svo fórum við í gönguferð í gær en hann var orðinn svo haltur að við stittum gönguferðina, hann var settur í sturtu og knúsaður í bak og fyrir.Svo svaf hann við rúmið hjá mér í nótt svo ég stingi hann nú ekki af.Svo þegar Bolli og Jónína komu hresstist hann til muna og passaði að gamla konan færi nú ekki á undan sér í sveitina,og nú var hann ekki stirður þegar hann fór upp í bílinn og lagðist makindalega í sætið.Ég þarf að vinna í fyrramálið því sú sem vinnur á móti mér er veðurtept fyrir sunnan.og ég sem ætliað að gera svo mikið uffffff.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sveigur hefur nú alltaf verið duglegur að sníkja dekur. Alveg frá því hann var hvolpur þá gekk hann á milli bæja í nágrenni við Bjarg og sníkti bæði klapp og matarbita.
Unnur Guðrún , 19.3.2007 kl. 07:08
Já Sveigur er sniðugur að fá það sem hann vill og núna sakna ég þess að hann er farinn í sveitina aftur þetta var svo notarlegt að hafa þetta flikki á stofugólfinu hjá sér og betri en nokkur ljónastytta út í garði.
Laugheiður Gunnarsdóttir, 19.3.2007 kl. 10:48
Sveigur veit hverjir eru vinir hans. Bið að heilsa þér og þínum á Akureyri.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.3.2007 kl. 16:40
knús til Sveigs og ykkar!!!
xxx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 21:42
og nú sakna ég hans ógurlega
Laugheiður Gunnarsdóttir, 20.3.2007 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.