Þroskaprófið hans Elvars
15.3.2007 | 11:45
'Í gær fékk ég bréf frá sálfræðinginum sem tók prófið á Elvari,og ef satt skal frá segja þá láku tár í stríðum taumum niður kinnar mínar, að vísu af gleði en ekki sorg,strák kvölin kom svona lika vel út úr þessu þetta var þroskapróf sem er ætlað 7-16 ára börnum með þroskaraskanir.þetta tók 90 mínútur og hélt minn maður það út glaður og kátur en auðvitað orðinn þreyttur í lokin hvað manneskja hefði ekki verið það en hann er með ódæmigerðaeinhverfu greindist það 5 ára. En víkjum svo að prófinu þetta voru spurningar og verkefni sem hann leysti vel af hendi ,sálfræðingurinn sagði að Elvar hefði verið svo jákvæður og til í að prófa en ef hann gat ekki svarað þá stressaðist hann upp og komu kækirnir,rökhugsun og verkhæfni yfir meðallagi ,en að munnlegar spurningar og að muna ýmislegt væri slagt ,en sjónrænathygli langt yfir meðallagi..Sagði að þetta væri óvenjulega greindur strákur og um sjónmynni hans að það væri aðeins 1% tíu ára barna sem næði þessu..en það sem háir Elvari er félagslega hliðin.svo eruð þið hissa að ég hefði tárastSvo var skólanum sennt þetta plagg og læni og auðvitað tryggingarstöfnun.En svona góðar fréttir yftir tilveru fólks upp um tíu hæðir .Já sáli sagði að munnlegar spurningar væru eiginlega ósangjarnar fyrir Elvar og var það einhvað fleirra sem mætti bæta til að auðvelda námið fyrir hann.Og ekki hef ég áhyggjur að það verði ekki tekið tiliti til þess í skólanum því kennarinn hans hún Didda er alveg meiriháttar að finna auðveldari leiðir og betri leiðir til að útskýra fyrir honum og njóta bekkjafélagar hans góðs af því líka því hún kemur því svo fyrir að allir geti notið þess og eru þau óspör að nýta sér það .og við getum ekki verið heppnari með bekkjafélaga hans því þau eru samhennt og flest verið saman síðan í leikskóla.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:14 | Facebook
Athugasemdir
Þá kom staðfesting á því sem við vissum. Hann er óvenju greindur, rökhugsun og verklagni yfir meðallagi, og sjónrænahygli lang yfir meðallagi. Verst á hann með félagslegu hliðina og að svara munnlega. Það er gott að þetta er sent réttum aðilum. Til hamingju með þennan greinda gutta, Heiða mín., megi honum allt gaga í haginn.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 15.3.2007 kl. 13:15
þakka hlýleg orð þetta birti upp tilveruna hjá okkur
Laugheiður Gunnarsdóttir, 15.3.2007 kl. 15:07
Ekkert hissa frænka mín!
hann elli kalli minn er sko eins og Michael segir "The man!"
hann er heppin með bekkinn og kennarann, frábært að fá svona stoð!
knús
x
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 22:23
Til hamingju með strákinn okkar, já ég á líka svolítið í honum og samgleðst ég ykkur með þessa útkomu úr prófunum.
XXX
Unnur Guðrún , 16.3.2007 kl. 08:38
já þú hefur eignað þér hluta í þeim öllum kelli mín,Raggi sagði um daginn þegar hann var að skoða myndirnar með indjánunum og fl. o hún Unnur skilur mig svo vel. Eitthvað við myndirnar sem hann sá.
Laugheiður Gunnarsdóttir, 16.3.2007 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.