Jósefína vildi frelsi og ég lét eftir stoltinu mínu
7.3.2007 | 21:31
Jæja þá kingdi ég stoltinu og hringdi í stóra bróður til að hjálpa mér með nýju tölvuna og auðvita var þetta bara smá villa sem ég gerði 3 stafi sem sem áttu ekki að vera að þeim sleptum virkaði þetta eins og skot.takk stóri bróðir þú ert alveg gersemi .
Já morgunnin byrjaði með látum ,við vorum að fara í skólan og Ragnar opnaði út ég sem var nýbúin að opna fuglabúrið,og páfagaukurinn hún Jósefína hélt að hún mætti fara´líka og flaug út ég æpti horfði á eftir fuglinum út um útidyrnar ,ég hljóp á eftir henni og hún flaug á næsta glugga og datt niður en þegar við vorum alveg að ná henni flug hún burt að næsta raðhúsi og alveg að ná henni og auðvitað flaug hún burt nú hófst mikil eltingarleikur ég æpti á Ragnar að sækja háfinn og nú upphófst þvílíkur eltingaleikur ,skipaði ragga að sækja pabba sinn hvar er hann sagði þá strákgreyjið Þá kemur Bolli og annar eins eltingarleikur upphófst en á endanum náði ég í stélfjaðrirnar á Jósefínu og auðvita beit hún mig alla leiðina heim. Síðan var hún lokuð inni í búrinu smá stund.ekki lengi.Og krakkarnir of seinir í skólan.+
Elvar Kári fór í þroskaprófið í morgun og gekk víst ágætlega svolítið stressaður en allt í lagi ,fæ niðurstöðurnar aðeins seinna.,
Byrjaði á danskakúrnum í gær og á fullt í fangi með að torga þessu öllu en mikið er þessi matur góður og spennandi uppskriftir sem ég á eftir að prófa , .Og þetta er allt skrifað á þessa nýju elsku sem elsku eiginmaðurinn mjnn gaf mér í afmælisgjöf.....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:33 | Facebook
Athugasemdir
Ja, hjérna eitthvað hefur gengið á í morgun. Spennandi að vita hvernig gengur í danska kúrnum. Ég ætla ekki að borða á kvöldin en svo er ég svo svöng eins og í kvöld og þá spring ég. Gennnist örugglega aldrei aftur.
Þú segir mér svo hvernig gekk með þroskaprófið. Knús.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.3.2007 kl. 23:47
PS. en flott rósl
Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.3.2007 kl. 23:48
það á ekki að hætta að borða heldur a ð reyna að borða rétt samsetta fæðu og það er ekkert svelti á mér kemst ekki yfir að borða allt sem ég á að láta ofan í mig á hverjum degi ,fáðu þér frekar ávöxt á kvöldinn en ekki neitt.Rósin er úr garðinum hennar mömmu í Merkjateignum
Laugheiður Gunnarsdóttir, 8.3.2007 kl. 00:02
Mikið vildi ég að ég hefði séð ykkur hlauða gargandi og veinandi um allar götur, eltandi Jósefínu. Ég held að ég hefði ekki komið að gagni við að hjálpa ég hefði hlegið svo mikið. Saknaðar knús og kossar til ykkar allra.
Unnur Guðrún , 8.3.2007 kl. 09:44
já það má sjá spaugilegu hliðina á þessu núna en ekki var það nú hægt meðan á látunum stóð.Sá bara í anda að hrafnarnir fengu góða gauks steik þennan morgunninn.
Laugheiður Gunnarsdóttir, 8.3.2007 kl. 21:41
Já Heiða ég á að fá mér ávöxt á kvöldin. Er svo ódugleg við þetta.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.3.2007 kl. 22:25
það eru feirri en þetta er að koma hjá mér
Laugheiður Gunnarsdóttir, 9.3.2007 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.