lífið og önnur pólítík
4.3.2007 | 10:16
Var að klára að vinna,það er svo fallegt veður núna að mér langar helst að ganga á fjöll en þolið er svo lítið . 'I gær sá ég svo undarlega sjón tunglið var með svo fallega rautt ský um sig,þetta var víst tunglmyrkvin en það var ég ekki vissum þegar ég horfði á þetta.Ragnar er búin að vera á æfingum alla helgina í tekwondo ef ég skrifa þetta nú rétt, svo fór hanní bío og út að borða með liðinu sínu nóg að gera hjá kauða og Bryndís í afmælum, en Elvar minn bara heima sagði við mig í gær getum við ekki gert eitthvað skemmtilegt á morgun, en hvað það er á eftir að koma í ljós.
'I vinnuni gengur allt sinn vana gang við biðjum bara til guðs að hægt sé að fara að gera eitthvað fyrir flugstöðina og völlinn ,því stöðinn er orðin og lítil jafnvel bara fyrir innanlandsflugið og völlurinn þarf að laga og lengja .Það er ekki á mörgum stöðum sem mórallin er svona góður eins og hjá okkur allavegna hef ég ekki unnið á svona skemmtilegum stað áður .Og marga furðulega og suma skemmtilega persónur kynnist maður hérna ,en síðast í morgun var ég nú samt vöruð við, því að einn maður sem kemur hérna er svolítið öðruvísi og getur verið helst til uppáþrengjandi , en við tökum því nú með ró og höldum okkar striki.Það þarf víst alltaf að vera viss fjarlægð þegar fólk vinnur við svona vinnu á fjölmennum stað.
Oft þegar ég er að lesa blogg annara finnst mér ég vita svo lítið um pólítík og lífið í landinu,og allt svo hversdagslegt hérna hjá mér ,gaman hvað fólk getur rætt mörg málefni og eins og hún frænka mín Jórunn hefur frá svo mörgu að segja.'Eg er nú ekki mjög pólítísk,þótt ég fylgdist með öllum alþingiskosningum þegar ég var yngri, þá finnst mér vanta skemmtilega og fræðandi stjórnmálamenn núna svo ég gefst alltaf upp að hlusta á þessar elskur sem eru að reyna að koma sínum skoðunum á framfæri í sjónvarpinu og ekki fær maður varhluta af stjórnmálaumræðunni hérna á f lugvellinum.
Í gær vorum við að horfa á mynd í sjónvarpinu um skilnað og skilnaðarbörn , mikið finnst mér alltaf skrítið þegar fólk sem er að skilja ´notar börnin sín sem vopn á hinn aðilan, hélt að það væri að skilja við makan en ekki börnin sín,sem oft líða mikið fyrir þessa togstreitu foreldrana,sérstaklega þegar foreldri talar illa um hitt foreldrið í eyru barnana,þetta ætti fólk að hugsa aðeins um sem gerir þetta láta ekki hatrið og reiðina bitna á röngum aðila í þessu tilfelli barninu eða börnunum.En svo er auðvitað meirihlutin sem skilur í góðu og lætur börnin sín ekki heyra stakt illt orð um hvort annað og getur talað um þessa hluti án þess að brjálast.Ég varð bara svo hugsi um þetta í gær meðan við horfðum á þessa mynd
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Heiða mín. Mér finnst þú hafa margt að segja og margt upp á að bjóða. Við frænkurnar, þú og ég, við erum baa ekkert fyrir að ræða pólitík. Var í góðu atlæti hjá pabba þínum og möffmu í gær. Vonanadi skemmtið þið Elvar ykkur vel saman.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.3.2007 kl. 11:25
Hæ frænkan mín
hmm pólitík.... boring!
Skilnaður.... Múttan mín var alltaf svo varkár.... en pabbi hinsvegar... anyway
Var að lesa að neðan líka! vonandi Gengur viðtalið við Ellann minn vel!
og auðvitað spyrðu þig þessar spurningar, ef ekki þá mundi eitthvað vera að! Ég er sko spennt að sjá hvað Elli kalli tekur sér fyrir stafni á unglingsárunum.
knús til ykkar!
xxx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 21:54
Skilgreiningin á orðinu pólitík er nú kannski óljós í hugum margra. Í mínum huga er pólitík allt sem við segjum og gerum því þegar við segjum okkar álit erum við að láta aðra vita hvar við stöndum í viðkomandi málefni. Og þó svo að það fari ekki inn á þing þá er það pólitík í sjálfu sér. Svo samkvæmt þessu eru allir pólitíkusar.
Unnur Guðrún , 5.3.2007 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.