Af hverju þetta andleysi
13.2.2007 | 11:21
Stundum langar mig að blogga eitthvað viturlegt og fróðlegt en andleysi mitt þessa dagana er algjört, og letin að yfirbuga mig, bara að ég nennti að fara í göngutúr eins og systa og frænka. nei það þykir mér ó þolandi dugnaður bara af því að ég nenni því ekki.Það er svo margt sem mér langar að skrifa um en vantar orðin þegar á reynir,svo þáð kemur bara eitthvað bull en það er nú líka gaman af bullinu.eða er ekki svo.Ætlaði um dagin að breyta toppmyndini á blogginu mínu en það tókst nú ekki vantar fleyrri þema er búin að prófa þau flest nema íþróttaþemað,vil alltaf hafa nóg að moða úr hugmyndir og annað.En þetta eirðarleysi sem kemur stundum yfir mann er stundum til trafala og þá geri ég bara ekki neitt eða þannig.
Raggi fór í afmæli á sunnudaginn og kom heldur leiður heim, krakkarnir höfðu farið út og gert dyrabjölluat og það fannst mínum karli ekki sniðugt þetta gerir maður bara ekki sagði hann.Nú er hann næstur í röð afmælishrinunar og er að gera kílometirslangan lista í tölvunni um hvað hann vill í afmælisgjöf, og viti menn það eru bara komnir 3 tölvuleikir enn sem komið erElvar er síðastur í þessari hrinu og finnst óréttlátað 12 mars sé ekki í byrjun febrúar og á heldur erfitt með að bíða þessi elska.
Reyni að láta fróðleiksandan koma í heimsókn á næstunni
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Heiða mín þú hefur verið á út opnu síðastliðnar vikur og nú er tími andleisis og hvíldar. Njóttu þess bara og slappaðu af. Það fer allt á fullt hjá þér áður en þú getur hnerrað fjórum sinnum í röð. Andinn, spekinn og líkamskrafturinn þarf að hvíla sig til að geta blásið aftur og þá kemur hann tvíelftur til baka. Og ekki get ég nú séð betur ef maður rennur yfir allt sem þú hefur sett á þessa bloggsíðu að þú hefur nóg af öllu því sem þú kvartar yfir að hafa ekki í dag. Njóttu þess bara að slappa af, það eru hundleiðinlegir einstaklingar sem ekki geta bullað inn á milli.
XXXXX systa
Unnur Guðrún , 13.2.2007 kl. 11:49
Hún Unnur er gömul sál og það má treysta á að það er rétt það sem hún segir.
Vil samt bæta því við að það er alltaf gaman að lesa bloggið þitt. Mér hefur nú sýnst að þú farir í göngutúra. Ég fór nú bara í þennan eina. Er ekki nógu dugleg í þessu. Heiða mín hafðu það gott og komdu svo aftur á bloggið þegar þú et tilbúin. Hlakka alltaf til að lesa það sem þú skrifar.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.2.2007 kl. 13:04
takk elskurnar mínar ,alltaf má treysta því að eitthvað gott komi frá ykkur,ég skal reyna að slappa af en ég er búinn að hnerra hundraðsinnum í dag aatjú.
Laugheiður Gunnarsdóttir, 13.2.2007 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.