um daginn og veginn
11.2.2007 | 10:51
var að v inna um helgina,þótt þetta væri frívika ,auðvitað þarf maður að borga það sem unnið er fyrir mann ,.Fórum í grautin til gömlu í hádeginu í gær,svo var ég að þurka af og braut af einni styttunni ætlaði ekki að þora að segja frá en samviskan bauð ekki annað ,hun sagði bara jæja.Svo gaf hún mér þrívíddar mynd sem hún hafði gert falleg rós í afmælisgjöf.Bolli var í vandræðum eins og venjulega að gefa mér afmælisgjöf alveg eyðilagður,ætlaði svo að gefa mér gjafabréf sem hann hafði fengið í jólagjöf bara til að sleppa við að kaupa sér föt hihhi en ég sagði honum að þetta ætti hann og það þyrfti ekki endilega að vera gefa mér neitt,hann gæfi mér fullt af ást og þolinmæði það nægði mér .Nei þá vildi hann endilega fara með mér í bæin og athuga hvort mér langaði ekki í eitthvað bara eitthvað , Loksins sáum við síma tæki þráðlaus sem okkur hafði langað í svo til málamynda keypti hann það En sagði jafnframt að hann ætlaði að kaupa handa mér ferðatölvu bara aðeins seinna .þessi elska.Enda hrósaði ég honum í gær hvað hann vari þolinmóður að hafa þolað mig í 14 ár ,svo lengi sagði hann þá uff hvað þetta er fljótt að líða og glotti herfilega.........
'Eg var að hugsa um daginn hvað ég gleymi oft að Elvar er með ódæmigerða einhverfu og hvað ég má passa mig þegar talað er við hann,þó að hann virðist skilja þá er það bara ekki alltaf tilfellið,peninga á hann mjög erfitt með að skilja og grín þarf að vera mjög einfallt,þó er hann snöggur að læra námsefnið í skólanum og með háar einkannir,en það er svo margt í daglegalífinu sem hann nær ekki að melta,en hann getur reddað sér heima fá sér að borða og mikill snirtipinni.Oft er Bryndís annsi óþolinmóð við hann og afpríðisöm út í hann ef hann fær of mikla athygli,en oftast er hann næjusamur og sjálfum sér nógur en ótrúlega háður bróður sínum.
Það er búið að vera´grín í gangi í saumaklúbbnum að þegar við yrðum 45 sem við erum á þessu ári þjár,ætluðum við að stofna einhverskonar fyrirtæki, helst þá einhverskonar kaffigallerí með vinnustofum á bakvið og vorum komnar með gott fyrikomulag ein átti að sjá um kaffiteríuna önnur að vera með leirverkstæði ég að mála ein að miðla eða nudda og tvær áttu eftir að hugsa sig um ,en nú erum við 2 orðnar 45 , en þá gugnuðum við á limminu.en ég er með þennan köggul í maganum að langa að setja á fót einhverskonar fyrirtæki eða gallerý en hugrekkið er svo lítið ,framkvæmdin enginnSvo langar mig svo í myndlistaskólan var búin að skrifa umsókning en gugnaði dæmigerð kona eða þannig,eða þegar ég byrjaði að vinna aftur og var komin með kaup,þá var það svolítið erfitt að snúa við fannst m ér og nóg er nú að gera að koma börnunum í íþróttirnar seinnipartin.Ég veit að sumar geta þetta allt og mikið meira en ,mér fynnst börnin mín bara g anga fyrir fyrst ég var að eiga þau svona seint,en koma tímar koma ráð mér tekst þetta allt að lokum bíðið bara.........................
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:57 | Facebook
Athugasemdir
sunnudagskveðja og innlitskvittun
Ólafur fannberg, 11.2.2007 kl. 11:05
Heiða mín, skrifaðu bara umsóknina. Úr þessu getur þú ekki byrjað fyrr en næsta vetur held ég en þú finnur ráð með það að hugsa um börnin og gera það sem þér langar líka. Ég segi eindregið gerðu það.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.2.2007 kl. 12:05
Guð minn góður! erum við orðnar 45???? ég hélt að það væru nokkur ár í það.. Við eigum þetta nú samt eftir í einhverri mynd, bíddu bara róleg og skelltu þér í skólann í millitíðinni. kv, hh
Hóffa (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.