Færsluflokkur: Dægurmál

Sýna þakklæti ,þakkir eru kremið á köku lífsins

Þetta sendi góð kona mér einu sinni,og mér fannst þetta sniðugt.

  • Hlustun
  • Þegar ég bið þig að hlusta á mig
  • byrjar þú að gefa mér ráð
  • hefur ú ekki orðið við bón minni.
  • Þegar ég bið þig að hlusta á mig
  • og þú byrjar á því að segja mér
  • að líðan mín ætti að vera öðruvísi,
  • þá ertu að troða á tilfinningum mínum.
  • Þegar ég bið þig að hlusta á mig
  • og þér finnst ú verðir að"gera"eitthvað
  • til að leysa mín vandamál,
  • þá hefur þú brugðist mér. skrítið ekki satt?
  • HLUSTAÐU! Allt sem ég bað um var að þú hlustaðir.
  • Ekki tala eða gera-bara heyra.
  • Ráðleggingar eru ódyr lausn.
  • Ég get gert hlutina sjálf;ég er ekki ósjálfbjarga;
  • Kannski kjarkminni og óstyrkari,en ekki ósjálfbjarga.
  • Þegar þú gerir eitthvað fyrir mig sem ég get gert og verð að gera sjálf,
  • þá leggur ú  fram þinn skerf til að auka ótta minn og veikleika.
  • Ef þú einfaldlega viðurkennir líðan mína, hversu óskynsamleg sem
  • hún er, þá get ég hætt að reyna sannfæra  þig,
  • snúið mér að því sem máli skiftir og reynt að skilja ástæðuna fyrir
  • líðan minni.
  • Þegar það er ljóst, eru svorin augljós og ég þarfnast
  • ekki ráðlegginga.
  • 'Óskynsamleg líðan hefur merkingu þegar við skiljum hvað liggur að baki.
  • Ef til vill er það þess vegna sem bænin hjálpar,stundum,fyrir suma,
  • vegna þess að guðirnir eru hljóðir.
  • Þeir hafa ekki ráð á reiðum hondum og reyna ekki að "redda" hlutunum.,,Þeir "hlusta bara og láta þig finna leið.
  • Þess vegna bið ég þig að hlusta og heyra.Ef þig langar að tala,hinkraðu þá augnablik,og ég skal hlusta á þig.

Réttindayfirlýsing.sem vinkona mín sendi mér

Þú átt rétt á að vera þú sjálf/ur

Þú átt rétt að komið sé fram við þig af virðingu

Þú átt rétt að hafa eigin tilfinningar og koma þeim á framfæri

Þú átt rétt á að hafa þínar eigin þarfir og biðja um það sem þú óskar þér.

Þú átt rétt að biðja aðra um að uppfylla þarfir þínar,en þú getur ekki gert ráð fyrir að aðrir muni uppfylla þær.Þeir eiga rétt á að segja nei.

Þú átt rétt á að segja nei við að uppfylla þarfir annarra.

Þú átt rétt að biðja aðra um að breyta hegðun sem gengur á þinn rétt.

Þú átt rétt á að taka ekki inn á þig erfiðleika annarra og áhyggjur.

Þúátt rétt á að líka ekki vel við aðra.

Þú átt rétt að vera öðruvísi en allir aðrir.

Þetta er svolítið sniðugt að hugsa aðeins um þetta því það er oft gengið á rétt okkar og bara til að íta við þessum sem hugsa aldrei um hvað þeir gera.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband