hrökk í kút og fór heim að sofa aftur uff
24.10.2008 | 20:48
Þessi vika búin og beinagrindurnar farnar að láta mig í friði en næst eru það módelteikningar og ritgerðir og snjór og rok bara smá vegis hihi.
Mér brá ekki lítið þegar ég mætti í vinnu í morgun kl 05 átti ekki von á hræðu í flugstöðinni en sá tvær þotur á vellinum ,og hugsaði ouff ekki´að láta mig vita að það væri flug núna,eða nú hafa þau gleymt að slökkva í afgreiðslunni aftur.Og svo opnaði ég bara og kveikti öll ljós eins og venjulega, en viti menn þegar ég kom upp á eftri hæðina var kallað Heiða slökktu ljósin strax það eru 100.manns sofandi hérna Ha sagði ég og lullaði niður aftur og slökkti vakti auðvitað fólkið ,en hvernig átti ég að finna þetta á mér ,bara gleymdist að láta mig vita,svo það var lítið annað að gera en að fara aftur heim að sofa því ekki færi ég að skrölta með skúringavagninn meðan geyjin voru sofandi um öll gólf ,þau hafa örggleg bölvað mér hressilega .
Annars er allt gott að frétta hérna snjóar aðeins og verður kannski að aflýsa taekwondo mótinu sem á að vera um helgina af því að þeir í höfuðborginni komast ekki ,enda spáinn ekki góð í nótt en eitthvað af liðum eru komin utan höfuðborgarsvæðisins til okkar,vonandi komast allir á leiðarenda
HEIða myndlistanemi ha ha......
14.10.2008 | 20:54
ja nú kláraði næstum fyrstu beinagrindamyndina í dag á bara eftir að skyggja hana uff hvað mér létti,en svo er ritgerðinn um Michaelangelo eftir sem ég á að skila í nóvember, hönnunarverkefni fyrir fjarvíddar tíman þar erum við 3 í hóp og lokaverkefnið í vor er spennandi og er ég þegar komin með hugmynd um það verkefni,og í þetta sinn ætla ég ekki að segja frá því ,vegna þess þegar ég var á námskeiði annarstaðar var kennarinn svo góður að taka þá hugmynd og gefa annari já fúlt en þetta kemur ekki fyrir aftur.Enn er æðislega gaman í skólanum þó að vikan sem ég er að vinna sé svolítið strembinn ,vakna kl 04,50 um hádegi er maður svolítið sibbin en þetta vildi maður og þá er bara að harka af sér,(stundum væri gott að hafa 5 tíma lengur í sólahringnum) eða bara skipuleggja sig betur.Þessi skr...ans einbeiting er stundum ekki til staðar þá er maður svona eins og mjási að leggja sig út úr heiminum hihihihihaahahhaa .
Hérna koma myndir af besta vini mínum þessa dagana not!!!
já það vantar ýmislegt á greyjið en þetta er Hreinn Sveinn beinahrúga.
litlu stelpurnar að leika sér í vinnustofu heimsókn alltaf gaman að verða að barni aftur og sleppa sér aðeins.
ein af uppstillingunum sem ég teiknaði.
öll þessi bein.uff
7.10.2008 | 22:07
teiknandi vitlaus
5.10.2008 | 19:44
Fékk teikniborð í gær að láni og er núna að reyna að hanna vinnustofuna að mínum þörfum ,vantar bara tilfinnalega bókahillur,það er búið að gefa mér svo margar listabækur svo er ég svolítið dugleg við þetta líka.Nú vantar mig bara stórt borð til að vinna á annað en teikningar,og svo góða tölvu sem er með góða grafík,og mikið mynni fyrir allar myndirnar og teikniforrit.
Það er gaman að fara með honum Ragnari í búð ef á að kaupa eitthvað á hann,fórum að kaupa skó á hann (var á götóttum strigaskóm greyjið) og nú var úr vöndu að ráða hann sá ekkert svo mamma gamla varð pínu pirruð og sagði kauða að skoða nú og fór sjálf framm og skoðaði eitthvað annað .Ekki leið á löngu þá var minn búinn að velja sér æðislega spariskó og strax á eftir strigaskó flotta,en engir kuldaskór voru til í hans stærð,43.búinn að ná pabba sínum í skóstærð buxnastærð og getur stolið jökkunum hans pabba síns líka hihih.Svo að þetta var góð verslunarferð,yngri krakkarnir fengu góða kuldaskó svo allir voru ánægðir. Svo er maður dregin í messu á hverjum sunnudegi ,enda á erfðarprinsinn að fermast í vor og þykri okkur tveimur bara notalegt að eiga þessar stundir saman.þá sá ég að frænka mín á´líka að fermast í vor ,það hafði nú alveg gleymst að segja mér frá því.En ég kemst að öllu á endanum.Bryndís búin að vera kvefuð alla vikuna og hálf raddlaus.´gína
skólastelpa(kerling)
4.10.2008 | 23:02
Enn ein vikan liðin í skólanum og alltaf jafn gaman ,en auðvita er þetta að verða aðeins erfiðara ,ritgerðir og svo að byrja að læra vöðvabyggingu og teikna hana,það var komin beinagrind í stofuna í vikunni og auðvita stillt upp fyrir aftan mig ég vafði sjalinu mínu utan um aumingjan hlaut að vera að krókna svona ber.Þetta vakti kátínu .Fékk teikniborð lánað í dag svo núna get ég farið að klára teikningarnar heima ef ég er á eftir í tímum.Á föstudaginn vorum við að teikna fjarvíddarmyndir og eitthvað teiknaði ég eina línu vitlaust og kennarinn sagði að það mætti ekki líta af mér augunum þá væri ég farin að vaða í villu hihihihahhhhaaaa. hum auðvitað lagaði ég það bara.Svo hef ég príðis hjálparliða sem situr við hliðina á mér og er fljót að koma mér í skilning um hvað ég er á að gera .Já þetta er gott líf .
Í dag tókum við tengdó slátur ,bara lifrapylsu því enginn af okkur borða blóðmör eða lítið þetta voru ein 15 lifrar já heilmikið en dugar eitthvað fram á veturinn ,því henni Bryndísi minni þykir þetta vægas sagt gott. En vildi samt ekki hjálpa okkur,Raggi setti svo í poka og batt fyrir ,.duglegur strákur.
´Svo fórum við á uppskeruhátíð hjónakornin í gærkvöldi (kartöflu uppskeru)og skemmtum okkur vel.Snjóaði vel á meðan.
Nú er ég að undirbúa mig við að skrifa ritgerð um Michaelangelo ,en það er bara galli á gjöf Njarðar að það er ekki hægt að fá bækur á íslensku um kauða ,en það reddast.
syrpa en lítil
27.9.2008 | 20:10
allt í ......og þó
27.9.2008 | 17:16
Allt gengur vel í skólanum ,fórum á Safna safnið á fimmtudaginn sem var aðleg rosaleg gaman,safnvörðurinn gaf skólanum 60 bækur ,vegna þess að skólasafnið brann allt og við erum að safna aftur listabókum.
Við eigum að nota Sögu listarinnar eftir EH Gombrich en þessa bók fáum við ekki á Akureyri ,svo ég fór á netið og sá að hún er til hjá bóksölu stútenta,svo mín ætlaði að panta eitt stikki en það gekk nú ekki þrautalaust fyrir sig því alveg sama hvað ég gerði þá passaði ekki lykilorð eða email ,svo ég hætti við allt saman ætla að reyna aftur eftir helgi . En það er alveg frábært að eiga nota bók sem er uppurinn í forlaginu og ekki vitað hvort eða hvenær hún verður prenntuð aftur..
Mér finnst stundum skrítið hvernig maður getur verið einn þó maður sé innan um fullt af fólki,tilfinning sem kemur oft upp.Eins og ég ætti ekki að vera á staðnum og haldið í fjarðlægð.Já skrítin hugrenning .
´Skólinn er alveg yndislegur og bekkjafélagarnir smella óvenjuvel saman þó að aldursviðið sé frá um 20 til 60 ára ekkert vesen mikið hlegið og umræðurnar fjölbreyttar.
2 vika í skólanum
19.9.2008 | 22:32
Í gær fór ég í vetvangsferð í skólanum til Siglufjarðar og Hjalteyrar í rigningu og roki en gaman samt.Skoðuðum 2 vinnustofur á Siglufirði ,gestavinnustofu þar sem listakonan Gunnilla var að vinna
OG við fórum á vinnustofu ungs manns sem var í skólanum okkar,kom til Akureyrar i ´skóla úr 101 og færði sig svo á Siglufjörð .Þessi verk eru eftir hann .
Svo var farið á Síldarsafnið og það skoðað hátt og lágt.
Þetta er eitt af þremur húsum á safninu,svo þetta skemmtilega skilti frá síldarárunum.
gaman í rigningunni.Þegar við vorum búin að skoða vinnustofurnar fórum við að fá okkur að borða og næstum allur hópurinn um 20 mans tróð sé inn í bakaríð til að fá sér í gogginn og þurfti að kalla út auka manneskju til að afgreiða okkur enda lítið bakarí og stór hópur.
Eftir að hafa skoðað síldarsafnið var haldið heim á leið með viðkomu á Hjalteyri ,þar var verið að setja upp Sjónlistasýningu í gömlu verksmiðjunum ungt fólk úr höfuðborginni.
Þetta er einn salurinn í þessu stóra gímaldi.
Svo var farið heim og allir þreyttir en ánægðir með ferðina.
Menningaleg!
11.9.2008 | 19:11
Dagur 4 í skólanum var rólegur, kennarinn gat ekki mætt en við máttum mæta ef við vildum og það gerðu flestir og teiknuðu eigum að skila nokkrum myndum fyrir einhvern vissan tíma. Í næstu viku eigum við að fjalla um mynd eftir þekktan myndlistamann finna einhverja og tala um myndina uff hvernig sem það gengur.En þetta er gaman og alltaf eitthvað nýtt að koma upp.
Við fórum þrjár á kaffihús í hádeginu ,það er að verða alveg rosalegur menningarbragur á kerlingunni hihi.Eins og þið sjáið menningarkerlingar úr myndlistaskólanum
Nú er maður orðinn myndlistanemi !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
10.9.2008 | 21:03
jæja nú er maður orðin myndlistanemi í alvöru skóla og allt, þetta er svolítið skrítið að fá að teikna alla daga og enginn að trufla mig.En annsi er meður orðin syfjaður þessa vikuna að vakna kl 05 eða 4.30 til að klára að skúra áður en maður fer í skólan en þetta hefst enda engin æsingur í kennurunum fyrstu vikuna, á morgun er frjáls mæting kennarinn getur ekki mætt.Þannig að ég ætla ekki að fara alveg eins snemma í vinnuna bara kl 06..'I næstu vikur er víst heilmikið um að vera verðlaunaafhending í Flugsafninu fyri einhverja evrópuverðlaun sem einn nemandin fékk. ,held að það sé á föstudag svo er einhver uppákoma í bænum sem myndlistanemar eiga að hjálpa búðareigendum í einhverju listaeitthvað ,(heilin er hálf slappur eftir daginn). Svo er grímuball og svo fleirra það er meira að gera í samkvæmislífinu en skólanum .ja það er erfitt að vera í skóla hiihihihih.
Og viti menn ég hef aldrei teiknað eins mörg epli á einni viku ,eða keilur með kol bíanti krít eða penna hvar endar þetta.En skólinn er æðislegur og þetta verður ÆÐISLEGUR VETUR .
Þetta eru ekki mín epli en einhverntíman get ég teiknað svona vel