Gleðilegt ár og farsælt komandi ár
2.1.2009 | 16:36
bara að halda ykkur við efnið
29.12.2008 | 21:00
Lítið um að vera hjá okkur fórum í sund á meðan Elvar Kári var á sundæfingu,og bara syntum þónokkuð ,svo fóru allir heim ánægðir og þreyttir og borðuðu heimalagaða pitsu.
Elvar er að fara á sundmót aftur á sunnudaginn´nýársmót fatlaðra ,ekkert lát á þessu hjá drengnum.Bryndís bað mig um að láta þessa ættingja sína vita að hún væri nú að fara á sundmót í febrúar og þess væri nú vænst af prinsessunni að eitthvað af þessu ættingjastóði hennar gæti nú alveg komið að horfa á .það hefði ENGINN komið síðast,mín ekki kát með það.
Jólin og skólinn
26.12.2008 | 23:45
Já jólin voru róleg hér á bæ byrjuðum að borða snemma og vorum lengi að og pakkarnir opnaðir í þvílíkri sóísrki ró að annað eins hefur nú ekki skeð á þessum bæ síðan börnin fóru að hafa vit á þessum pökkum,ég fékk þá þyngstu bók sem ég hef nokkurn tíma haldið á ,ekki til þess fallin að lesa upp í rúmmi,bað bóndan vinsamlegast að smíða fyrir mig statíf undir þennan hlunk,en dásamleg myndlistarbók. er í skíumum .Skólinn gekk vel fékk 8 í öllu nema eina 7 fékk ég og undarlega umsögn sem ég er enn að melta ,en yfir höfuð ánægð með árangurinn hjá ellibelginum ha.
Gleðileg jól
24.12.2008 | 15:10
alltaf eitthvað sem til fellur .
16.12.2008 | 22:52
Nú mála ég bara veggi ,prinsessan vildi fá dömulegra herbergi svo ég arkaði út í Bíko til að kaupa málingu appilsínugulan var það heillin, er ekki alveg búin ( er að bíða eftir að bóndinn hjálpi mér hihi) en hann þarf að fara í sund eða á jólahlaðborð eða út í búð haha .En mér finnst þetta gaman svo ekki er ég að kvarta.En svo fannst mér herbergið hans Elvars þurfa smá uppliftingu og spurði hann hvernig lit hann vildi ja svona ljós dökk bláan , já nú voru góð ráð dýr, ég aftur í Bíko og spurði hvort þeir ættu ljós dökkbláan lit ,augnaráðið sem ég fékk var ertu ekki að grínast, en ég bara brosti og fann ljós dökkbláan handa honum Elvari mínum og var kauði bara nokkuð ánægður með litinn og auðvitað hana mömmu sína.
Elvar spurði mig í hádeginu "mamma ert það þú sem hefur verið að setja í skóinn minn síðustu ár eða varstu að gera það fyrir jólasveininn, verð að viðurkenna að nú varð ég orðlaus og sagði hikandi ja svona fyrir jólasveininn , en er ég nokkuð slæmur jólasveinn, nei nei mamma mín vildi bara fá að vita þetta sagði Elvar og hélt áfram að borða. og brosti með sjálfum´sér . O nú er síðasta vigið fallið enginn trúir lengur á jólasveininn og þó ég er víst ágætis hjálparjólasveinn skilst mér.
Svo átti að skila jólakortunum í skólann á morgun,ekki gott svipurinn á mínum var ekki alveg á fullu brosi,æi ég sleppi því bara þetta árið sagði Elvar,en langaði samt að senda kort,ég beið smá stund meðan hann fór upp kom aftur gekk um horfði á mig ,á ég að hjálpa þér spurði ég ,ja ekki þótti honum það verra svo við hjállpuðumst að ,æi mamma ég kann ekki að föndra þetta,hafðu það bara einfallt sagði ég og skrifaði gleðileg jól á kortinn og til og frá hann varð að skrifa nöfninn sjálfur,með andvörpum og þreytulegu fasi hófst þetta allt saman og við lukum við kortinn .Og minn tók gleði sína aftur og stoltur yfir afrekinu.
Ég hélt að ég hefði tekið því frekar vel þegar mér var sagt að hann væri með ódæmigerða einhverfu, en áfallið kom samt ekki fyrr en fyrir stuttu síðan ég hef aldrei litið á hann sem einhverfan en fann það samt svo vel á sundmótinu, hann er með ódæmigerðaeinhverfu bara svo margt sem rann upp fyrir mér að horfa á hann með ´krökkum með sömu einhverfuna ,hann hefur alltaf verið með "venjulegum krökkkum" ef maður getur sagt svo ,En hann er æðislegur og hugsar svo vel um hana mömmu sína, eins og þau tvö Ragnar og Bryndís alltaf að passa upp á hana mömmu sína og held ég að ég sé sú ríkasta kona í heimi bara af að eiga þessa þrjá gullmola.
Hjólasafn í Danmörku
15.12.2008 | 14:49
bara nokkuð gott hjá minni
13.12.2008 | 21:15
hérna unnur smá sýnishorn
10.12.2008 | 18:36
alveg dæmalaus bara ekki 20 ára
9.12.2008 | 23:33
Í dag var hlustað á fleirri fyrirlestra marga mjög skemmtilega og ótrúlegt hvað þetta er fjölbreytt margt sem maður hélt að væri ekkert tengt list.Einn var um lesblindu og lesblinda listamenn, japanska götutísku,Manga,næfurlist, coka cola auglýsingar,íslenska listmenn og erlenda ,margt tengt grafíklist man ekki alveg hvað það er kallað en þetta er allt svo áhugavert og hlakka ég til að prufa ýmislegt af þessu öllu.Svo vorum við í fornáminu með hlaðborð sem slagaði af bakkelsi,og var úðað í sig milli fyrirlestra.Svo er jólafríið á fimmtudaginn ,síðan er að bíða eftir póstinum og vita hvort maður hafi staðist önnina æi ég tek bara ekki upp bréfin fyrr en eftir jól ....
Ragnar kom haltrandi heim eftir æfingu í kvöld ,var að sparka eitthvað og hrundi niður ,en er allur að jafna sig,að maður skuli leyfa unganum sínum að vera i svona sparkíþrótt aumingja mamman.
´Nú er ég búinn að fá þessa líka fínu hillur undir allar listabækurnar mínar,tók að vísu nokkrar vikur að fá þær upp en hvað með það ,þarna eru þær komnar og bækurnar mínar flestar komnar á sinn stað.Það er hálfgert spennufall núna öll verkefnin búin og jólaundirbúningurinn getur hafist,skrokkurinn segir stop en hugurinn vill áfram viðurkennir ekki að aldurinn sé komin yfir 20 árin .
fyrirlestrar og bráðum jólafrí
8.12.2008 | 21:49
æi ég setti eina mynd vitlaust á siðuna var víst ekki af henni Bryndísi minni en ótrúlega lík . Nú sit ég þessa viku og hlusta á fyrilestra hjá nemendum í hinum deildunum og er það ótrúlega gaman.Á morgun eru fleirri og við í fornámsdeild eigum að sjá um hlaðborð fyrir svanga fyrirlesara .Í morgun var reyndar sýning á okkar verkum í þrívíddarverkefninu okkar og tókst bara vel.þetta er módelið okkar.
átti að verða lítið garð hús en varð að stórum turni sem bíður upp á marga möguleika sem afþreyingarhús bæði á sumri sem vetri.