Sveigur í dekri
18.3.2007 | 21:47

Þroskaprófið hans Elvars
15.3.2007 | 11:45
'Í gær fékk ég bréf frá sálfræðinginum sem tók prófið á Elvari,og ef satt skal frá segja þá láku tár í stríðum taumum niður kinnar mínar, að vísu af gleði en ekki sorg,strák kvölin kom svona lika vel út úr þessu þetta var þroskapróf sem er ætlað 7-16 ára börnum með þroskaraskanir.þetta tók 90 mínútur og hélt minn maður það út glaður og kátur en auðvitað orðinn þreyttur í lokin hvað manneskja hefði ekki verið það en hann er með ódæmigerðaeinhverfu greindist það 5 ára. En víkjum svo að prófinu þetta voru spurningar og verkefni sem hann leysti vel af hendi ,sálfræðingurinn sagði að Elvar hefði verið svo jákvæður og til í að prófa en ef hann gat ekki svarað þá stressaðist hann upp og komu kækirnir,rökhugsun og verkhæfni yfir meðallagi ,en að munnlegar spurningar og að muna ýmislegt væri slagt ,en sjónrænathygli langt yfir meðallagi..Sagði að þetta væri óvenjulega greindur strákur og um sjónmynni hans að það væri aðeins 1% tíu ára barna sem næði þessu..en það sem háir Elvari er félagslega hliðin.svo eruð þið hissa að ég hefði tárastSvo var skólanum sennt þetta plagg og læni og auðvitað tryggingarstöfnun.En svona góðar fréttir yftir tilveru fólks upp um tíu hæðir .Já sáli sagði að munnlegar spurningar væru eiginlega ósangjarnar fyrir Elvar og var það einhvað fleirra sem mætti bæta til að auðvelda námið fyrir hann.Og ekki hef ég áhyggjur að það verði ekki tekið tiliti til þess í skólanum því kennarinn hans hún Didda er alveg meiriháttar að finna auðveldari leiðir og betri leiðir til að útskýra fyrir honum og njóta bekkjafélagar hans góðs af því líka því hún kemur því svo fyrir að allir geti notið þess og eru þau óspör að nýta sér það .og við getum ekki verið heppnari með bekkjafélaga hans því þau eru samhennt og flest verið saman síðan í leikskóla.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Held að bloggið mitt sé komið í lag
14.3.2007 | 11:29

Vinir og fjölskylda | Breytt 23.3.2007 kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tiltektardagur hjá frúnni
11.3.2007 | 21:36
Tiltektardagur hjá okkur Bolla,fékk hann til að hjálpa mér við að taka til í bílskúrnum,sem er notaður sem skrifstofa og vinnustofa enda kemst enginn bíl inn í þetta nema hafa loflúgu og sveifla sér niður.Við henntum örugglega 4-5 stórum ruslapokum af rusli og á eftir að henda meira.
Svo fórum við í sveitina að taka til hjá teindó,og moka heimreiðina hjá henni og stéttina,leigendurnir nenna nú ekki að moka stéttina greyjin enda kannski ekki í þeirra verkahring.En nú er greiðfært heim að Bjargi .Sveigur karlinn var ellefu ára í dag og fékk smá kökusneið ,krakkarnir voru latir að vera með honum úti enda var hann fúll yfir þessari leti. Og þegar við fórum sendi hann okkur þessi raunamæddu augu svo manni vöknaði um augun.
Svo átti systir pabba 85 ára afmæli í dag 40 árum eldri en ég til hamingju Inga frænka.
svo kemur smá mynda sýning....
Þessi mynd er frá Hjalteyri við vorum í vetfangsferð í málaraskólanum sem ég var í.
Svo er hérna smá haust mynd mér finnst svo fallegir þessir serku haustlitir.
Hérna er Elvar Kári 2005 þegar hann vann heimabíókerfið sitt ,fór mjög stoltur niður á flutningamiðstöð að ná í pakkan sinn.
prinsessan sofandi krónprinsinn
Varð á einhver mistök er alltaf að henda einhverju út og svo er eitthvað skrítið að gerast hérna í tölvuheimum,vonandi fyrirgefið þið það en nú fer ég að lesa fyrir krakkaormana mína svo ég fái frið
litla sæta grafan hans Bolla að vinna fyrir sér
Svona er þessi karl minn duglegur´hérna er hann að fara með Reykjalundarörinn upp á Garðsárdal í vatnsveituframkvæmdirnar svo bændurnir í Öngulstaðahreppnum fái nú blessaðir meira kalt vatn.
Vinir og fjölskylda | Breytt 23.3.2007 kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
aðeins úr afmælinu
11.3.2007 | 02:04
Afmælisveislan gekk vel enda eru þetta svo góðir krakkar sem eru með Elvari í bekk,kunna á hann og æsa sig ekkert þó að hann gjósi öðru hverju segja bara Elvar rólegur og allt verður gott.Hann var hissa á að krakkarnir gáfu honum flest pening en nokkrir þó pakka,hann skildi þetta ekki alveg hvers vegna allir komu ekki með pakka með því sem honum langaði í,svo ég varð að útskýra fyrir honum að nú gæti hann valið sjálfur það sem honum langaði í .þá vildi hann fara strax og kaupa dót í Hagkaup,en mamma gamla stoppaði það og sagði að kannski kæmi amma á Bjargi með eitthvað handa honum,minn maður var ekki alveg sáttur en urraði aðeins en fór síðan að leika sér.Það var spurningrleikur í afmælinu sem þeir bræður sömdu og skemmtu allir sér og svo var stoppdans,já Elvar vill hafa góða dagskrá,en datt nú aðeins út úr þessu því ein vinkona hans gaf honum geimveru sem hægt var að tala við og sveigja og gera allskonar kúnstir ,Raggi tók þá stjórnina og kláraði leikina fyrir bróður sinn,hann gerir allt fyrir þessi systkini sín og er mikil hjálparhella ef á að skemmta fólki en ef hann á að ná sér sjálfur í eitthvað þá kemur örlítil karlremba upp í honum
hérna koma ýmsar myndir sem ég fann á netinu
þessi er svo seiðandi og dularfull ,og litirinir svo góðir enda er ég litaglöð manneskja hi
hef aldrei staðist fallegar myndir og safna þeim ef ég næ í þær.
myndir og bull
10.3.2007 | 00:04



Guðrún á afmæli í dag
8.3.2007 | 22:19
gamlar myndir sem ég á
8.3.2007 | 22:13
Fór til læknis í dag með stóran lista af spurningum og fékk bara að fara í blóðprufu í staðin
Annars allt gott hér á bæ.Held upp á afmælið hans Elvars á laugardaginn og er minn maður frekar spenntur og vill hafa mikið við.Bryndís er að fara á sundmót 14apríl á Dalvík,dugleg sú litla að keppa í annað sinn áttaára ´gömul.
Fann gamla mynd af 3 af okkur systkinum, það var víst erfiðara að komast niður en upp og þessa fann ég líka af okkur öllum ég er þessi minnsta og á flestum myndum af okkur er haldið aftan í mig svo ég hlaupi ekki í burtu þau voru víst orðinn heldur þreytt á að elta mig þegar mamma og pabbi voru að reyna að ná myndum af okkur saman.
Og hérna er mynd af afa Manna í Steinum eða manna á stöðinni á þessum líka fallega bíl.Og pabbi
ungur að spranga í eyjum en þaðan er mamma.
Þetta eru gamlir bílar í Herjólfsdal og þessi í miðjunni heitir Gamli Haukur.
Jæja nóg af myndum í bili .
Jósefína vildi frelsi og ég lét eftir stoltinu mínu
7.3.2007 | 21:31
Jæja þá kingdi ég stoltinu og hringdi í stóra bróður til að hjálpa mér með nýju tölvuna og auðvita var þetta bara smá villa sem ég gerði 3 stafi sem sem áttu ekki að vera að þeim sleptum virkaði þetta eins og skot.takk stóri bróðir þú ert alveg gersemi .
Já morgunnin byrjaði með látum ,við vorum að fara í skólan og Ragnar opnaði út ég sem var nýbúin að opna fuglabúrið,og páfagaukurinn hún Jósefína hélt að hún mætti fara´líka og flaug út ég æpti horfði á eftir fuglinum út um útidyrnar ,ég hljóp á eftir henni og hún flaug á næsta glugga og datt niður en þegar við vorum alveg að ná henni flug hún burt að næsta raðhúsi og alveg að ná henni og auðvitað flaug hún burt nú hófst mikil eltingarleikur ég æpti á Ragnar að sækja háfinn og nú upphófst þvílíkur eltingaleikur ,skipaði ragga að sækja pabba sinn hvar er hann sagði þá strákgreyjið Þá kemur Bolli og annar eins eltingarleikur upphófst en á endanum náði ég í stélfjaðrirnar á Jósefínu og auðvita beit hún mig alla leiðina heim. Síðan var hún lokuð inni í búrinu smá stund.ekki lengi.Og krakkarnir of seinir í skólan.+
Elvar Kári fór í þroskaprófið í morgun og gekk víst ágætlega svolítið stressaður en allt í lagi ,fæ niðurstöðurnar aðeins seinna.,
Byrjaði á danskakúrnum í gær og á fullt í fangi með að torga þessu öllu en mikið er þessi matur góður og spennandi uppskriftir sem ég á eftir að prófa , .Og þetta er allt skrifað á þessa nýju elsku sem elsku eiginmaðurinn mjnn gaf mér í afmælisgjöf.....
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
lífið og önnur pólítík
4.3.2007 | 10:16
Var að klára að vinna,það er svo fallegt veður núna að mér langar helst að ganga á fjöll en þolið er svo lítið . 'I gær sá ég svo undarlega sjón tunglið var með svo fallega rautt ský um sig,þetta var víst tunglmyrkvin en það var ég ekki vissum þegar ég horfði á þetta.Ragnar er búin að vera á æfingum alla helgina í tekwondo ef ég skrifa þetta nú rétt, svo fór hanní bío og út að borða með liðinu sínu nóg að gera hjá kauða og Bryndís í afmælum, en Elvar minn bara heima sagði við mig í gær getum við ekki gert eitthvað skemmtilegt á morgun, en hvað það er á eftir að koma í ljós.
'I vinnuni gengur allt sinn vana gang við biðjum bara til guðs að hægt sé að fara að gera eitthvað fyrir flugstöðina og völlinn ,því stöðinn er orðin og lítil jafnvel bara fyrir innanlandsflugið og völlurinn þarf að laga og lengja .Það er ekki á mörgum stöðum sem mórallin er svona góður eins og hjá okkur allavegna hef ég ekki unnið á svona skemmtilegum stað áður .Og marga furðulega og suma skemmtilega persónur kynnist maður hérna ,en síðast í morgun var ég nú samt vöruð við, því að einn maður sem kemur hérna er svolítið öðruvísi og getur verið helst til uppáþrengjandi , en við tökum því nú með ró og höldum okkar striki.Það þarf víst alltaf að vera viss fjarlægð þegar fólk vinnur við svona vinnu á fjölmennum stað.
Oft þegar ég er að lesa blogg annara finnst mér ég vita svo lítið um pólítík og lífið í landinu,og allt svo hversdagslegt hérna hjá mér ,gaman hvað fólk getur rætt mörg málefni og eins og hún frænka mín Jórunn hefur frá svo mörgu að segja.'Eg er nú ekki mjög pólítísk,þótt ég fylgdist með öllum alþingiskosningum þegar ég var yngri, þá finnst mér vanta skemmtilega og fræðandi stjórnmálamenn núna svo ég gefst alltaf upp að hlusta á þessar elskur sem eru að reyna að koma sínum skoðunum á framfæri í sjónvarpinu og ekki fær maður varhluta af stjórnmálaumræðunni hérna á f lugvellinum.
Í gær vorum við að horfa á mynd í sjónvarpinu um skilnað og skilnaðarbörn , mikið finnst mér alltaf skrítið þegar fólk sem er að skilja ´notar börnin sín sem vopn á hinn aðilan, hélt að það væri að skilja við makan en ekki börnin sín,sem oft líða mikið fyrir þessa togstreitu foreldrana,sérstaklega þegar foreldri talar illa um hitt foreldrið í eyru barnana,þetta ætti fólk að hugsa aðeins um sem gerir þetta láta ekki hatrið og reiðina bitna á röngum aðila í þessu tilfelli barninu eða börnunum.En svo er auðvitað meirihlutin sem skilur í góðu og lætur börnin sín ekki heyra stakt illt orð um hvort annað og getur talað um þessa hluti án þess að brjálast.Ég varð bara svo hugsi um þetta í gær meðan við horfðum á þessa mynd